Ráðuneytið spyrst fyrir um aðkomu Jóns Björns að ráðningu á sjálfum sér Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2022 15:06 Jón Björn Hákonarson var endurráðinn bæjarstjóri Fjarðabyggðar að loknum sveitarstjórnarkosningunum í maí síðastliðinn. Stöð 2/Einar Árnason Innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn Fjarðabyggðar erindi í upphafi mánaðar þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna ráðningar Jóns Björn Hákonarsonar í embætti sveitarstjóra í sumar. Ráðuneytið segir það vera álitamál hvort að kjörnum fulltrúum, í þessu tilviki Jóni Birni, sé heimilt að taka til máls á bæjarstjórnarfundi og greiða atkvæði með ráðningarsamningi sem viðkomandi á sjálfur aðild að. Sagt er frá málinu í fundargerð bæjarstjórnar Fjarðabyggðar sem fundaði á Reyðarfirði í morgun. Fulltrúar Fjarðalistans og Framsóknar lýsa undrun sinni á erindi ráðuneytisins sem byggi á nafnlausri ábendingu. Af gögnum í fundargerðinni má sjá að á sveitarstjórnarfundi í júní síðastliðinn hafi Jón Björn, sem leiddi lista Framsóknar í kosningunum í maí og kjörinn var í sveitarstjórn, sjálfur tekið til máls og greitt atkvæði með því að hann yrði endurráðinn sveitarstjóri, en hann tók fyrst við stöðunni á miðju síðasta kjörtímabili. Í bréfi innviðaráðuneytisins, sem fer með málefni sveitarstjórna, segir að erindi eða kvörtun hafi borist ráðuneytinu vegna stjórnsýslu Fjarðabyggðar. Mun ráðuneytið nú leggja mat á hvort að tilefni sé að fjalla formlega um stjórnsýslu sveitarfélagsins á grundvelli 112. gr. sveitarstjórnarlaga. Ráðuneytið hefur því óskað eftir umsögn Fjarðabyggðar, þar á meðal afrit af gögnum sem kunni að varpa ljósi á meðferð þess hjá sveitarstjórn. Sömuleiðis sé óskað eftir afstöðu Fjarðabyggðar um það atriði sem lýtur að hæfi kjörins fulltrúa til að taka til máls og sömuleiðis greiða atkvæði með ráðningarsamningi sem við komandi er sjálfur aðili að. Lýsa furðu á erindi ráðuneytisins Í bókun fulltrúa Fjarðalistans og Framsóknar í bæjarstjórn Fjarðabyggðar lýsa þeir yfir furðu á erindinu frá ráðuneytinu, og segir að þessi boðaða frumkvæðisathugun ráðuneytisins sé byggð á nafnlausri ábendingu. „Ljóst er samkvæmt 20 gr. sveitarstjórnarlaganna að vanhæfni myndast ekki þegar verið er að velja fulltrúa til trúnaðarstarfa á vegum sveitarfélagsins og hafa sveitarstjórnarmenn í Fjarðabyggð, líkt og öðrum sveitarfélögum, stuðst við það í störfum sínum. Enda kemur það vel fram í drögum að minnisblaði lögmanns sveitarfélagsins sem sent verður ráðuneytinu til svara vegna málsins.“ Frá Reyðarfirði.Vísir/Vilhelm Ennfremur segir að haldi innviðaráðuneytið sig við að fara í slíka frumkvæðisathugun, eftir að hafa yfirfarið minnisblaðið frá Fjarðabyggð, þá hljóti það að taka til skoðunar afgreiðslu þessara mála hjá fleiri sveitarfélögum þar sem „eðlilega sami háttur hefur verið á“. „Hlýtur slík athugun þá að leiða til endurskoðunar sveitarstjórnarlaganna hvað varðar vanhæfni sveitarstjórnarmanna. Vonast áðurnefndir fulltrúar til þess að niðurstaða fáist sem fyrst frá innviðaráðuneytinu þannig að sá sem ábendinguna sendi inn til þess geti verið fullviss um að farið hafi verið eftir lögum við ráðningu bæjarstjóra í Fjarðabyggð. Enda hlýtur það sjónarmið að hafa verið ástæða þess að slík ábending var send frekar en um pólitískan leikþátt hafi verið að ræða. Bæjarráð felur bæjarritara að svara erindi ráðuneytisins í samráði við lögmann sveitarfélagsins,“ segir í bókuninni. Ráðuneytið einskorði málið ekki við Fjarðabyggð Í áðurnefndu minnisblaði Fjarðabyggðar segir að farið hafi verið yfir fundargerðir bæjarstjórnar frá 3. júní og 16. júní, á þeim fundum þar sem tekið er á ráðningu nýr bæjarstjóra. Af þeim megi ráða að Jón Björn hafi setið fundina og tekið þátt í afgreiðslu ákvörðunar um ráðningu bæjarstjóra og sömuleiðis ráðningarkjör. Lögmaðurinn sem semur minnisblaðið fyrir sveitarfélagið, Jón Jónsson, segir þó að það álitamál sem sé til umfjöllunar sé í raun nokkuð athyglivert. Segir hann að ef ástæða sé fyrir ráðuneytið að skoða málið frekar væri „rökréttara að ráðuneytið fjallaði almennt um framkvæmd ráðninga „pólitísk ráðinna“ framkvæmdastjóra [sveitarstjóra] fremur en að einskorða þá skoðun við Fjarðabyggð. Rík hefð sé fyrir að sveitarstjóri sé ráðinn úr hópi kjörinna sveitarstjórnarmanna eða með öðrum hætti án auglýsinga. Áfram segir að um starf framkvæmdastjóra sveitarfélags gildi sérstök sjónarmið bæði samkvæmt lagaákvæðum um ráðningu í starfið og venjum sem skapast hafi á Íslandi um „pólitíska ráðningu“. „Orðalag frumvarps um eðli framkvæmdastjórastarfsins er í samræmi við orðalag hæfisreglunnar. Aðkoma bæjarstjórnarfulltrúans, sem ráðinn var bæjarstjóri að ákvarðanatökunni, fellur að þessu og er að mati undirritaðs einnig eðlileg út frá almennum sjónarmiðum um pólitíska ábyrgð. Viðkomandi fulltrúa gat því bæði fjallað um fyrirkomulag ráðningar, eigin ráðningu og þóknun sem henni fylgdi, þ.e. ráðningarsamninginn,“ segir í minnisblaði lögmannsins. Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Framsóknarflokkurinn Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Sjá meira
Sagt er frá málinu í fundargerð bæjarstjórnar Fjarðabyggðar sem fundaði á Reyðarfirði í morgun. Fulltrúar Fjarðalistans og Framsóknar lýsa undrun sinni á erindi ráðuneytisins sem byggi á nafnlausri ábendingu. Af gögnum í fundargerðinni má sjá að á sveitarstjórnarfundi í júní síðastliðinn hafi Jón Björn, sem leiddi lista Framsóknar í kosningunum í maí og kjörinn var í sveitarstjórn, sjálfur tekið til máls og greitt atkvæði með því að hann yrði endurráðinn sveitarstjóri, en hann tók fyrst við stöðunni á miðju síðasta kjörtímabili. Í bréfi innviðaráðuneytisins, sem fer með málefni sveitarstjórna, segir að erindi eða kvörtun hafi borist ráðuneytinu vegna stjórnsýslu Fjarðabyggðar. Mun ráðuneytið nú leggja mat á hvort að tilefni sé að fjalla formlega um stjórnsýslu sveitarfélagsins á grundvelli 112. gr. sveitarstjórnarlaga. Ráðuneytið hefur því óskað eftir umsögn Fjarðabyggðar, þar á meðal afrit af gögnum sem kunni að varpa ljósi á meðferð þess hjá sveitarstjórn. Sömuleiðis sé óskað eftir afstöðu Fjarðabyggðar um það atriði sem lýtur að hæfi kjörins fulltrúa til að taka til máls og sömuleiðis greiða atkvæði með ráðningarsamningi sem við komandi er sjálfur aðili að. Lýsa furðu á erindi ráðuneytisins Í bókun fulltrúa Fjarðalistans og Framsóknar í bæjarstjórn Fjarðabyggðar lýsa þeir yfir furðu á erindinu frá ráðuneytinu, og segir að þessi boðaða frumkvæðisathugun ráðuneytisins sé byggð á nafnlausri ábendingu. „Ljóst er samkvæmt 20 gr. sveitarstjórnarlaganna að vanhæfni myndast ekki þegar verið er að velja fulltrúa til trúnaðarstarfa á vegum sveitarfélagsins og hafa sveitarstjórnarmenn í Fjarðabyggð, líkt og öðrum sveitarfélögum, stuðst við það í störfum sínum. Enda kemur það vel fram í drögum að minnisblaði lögmanns sveitarfélagsins sem sent verður ráðuneytinu til svara vegna málsins.“ Frá Reyðarfirði.Vísir/Vilhelm Ennfremur segir að haldi innviðaráðuneytið sig við að fara í slíka frumkvæðisathugun, eftir að hafa yfirfarið minnisblaðið frá Fjarðabyggð, þá hljóti það að taka til skoðunar afgreiðslu þessara mála hjá fleiri sveitarfélögum þar sem „eðlilega sami háttur hefur verið á“. „Hlýtur slík athugun þá að leiða til endurskoðunar sveitarstjórnarlaganna hvað varðar vanhæfni sveitarstjórnarmanna. Vonast áðurnefndir fulltrúar til þess að niðurstaða fáist sem fyrst frá innviðaráðuneytinu þannig að sá sem ábendinguna sendi inn til þess geti verið fullviss um að farið hafi verið eftir lögum við ráðningu bæjarstjóra í Fjarðabyggð. Enda hlýtur það sjónarmið að hafa verið ástæða þess að slík ábending var send frekar en um pólitískan leikþátt hafi verið að ræða. Bæjarráð felur bæjarritara að svara erindi ráðuneytisins í samráði við lögmann sveitarfélagsins,“ segir í bókuninni. Ráðuneytið einskorði málið ekki við Fjarðabyggð Í áðurnefndu minnisblaði Fjarðabyggðar segir að farið hafi verið yfir fundargerðir bæjarstjórnar frá 3. júní og 16. júní, á þeim fundum þar sem tekið er á ráðningu nýr bæjarstjóra. Af þeim megi ráða að Jón Björn hafi setið fundina og tekið þátt í afgreiðslu ákvörðunar um ráðningu bæjarstjóra og sömuleiðis ráðningarkjör. Lögmaðurinn sem semur minnisblaðið fyrir sveitarfélagið, Jón Jónsson, segir þó að það álitamál sem sé til umfjöllunar sé í raun nokkuð athyglivert. Segir hann að ef ástæða sé fyrir ráðuneytið að skoða málið frekar væri „rökréttara að ráðuneytið fjallaði almennt um framkvæmd ráðninga „pólitísk ráðinna“ framkvæmdastjóra [sveitarstjóra] fremur en að einskorða þá skoðun við Fjarðabyggð. Rík hefð sé fyrir að sveitarstjóri sé ráðinn úr hópi kjörinna sveitarstjórnarmanna eða með öðrum hætti án auglýsinga. Áfram segir að um starf framkvæmdastjóra sveitarfélags gildi sérstök sjónarmið bæði samkvæmt lagaákvæðum um ráðningu í starfið og venjum sem skapast hafi á Íslandi um „pólitíska ráðningu“. „Orðalag frumvarps um eðli framkvæmdastjórastarfsins er í samræmi við orðalag hæfisreglunnar. Aðkoma bæjarstjórnarfulltrúans, sem ráðinn var bæjarstjóri að ákvarðanatökunni, fellur að þessu og er að mati undirritaðs einnig eðlileg út frá almennum sjónarmiðum um pólitíska ábyrgð. Viðkomandi fulltrúa gat því bæði fjallað um fyrirkomulag ráðningar, eigin ráðningu og þóknun sem henni fylgdi, þ.e. ráðningarsamninginn,“ segir í minnisblaði lögmannsins.
Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Framsóknarflokkurinn Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent