Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2022 09:21 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í morgun. Vísir/Vilhelm Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. Þetta kemur fram í tilkynningu um fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2023 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í morgun. Frumvarpið verður lagt fyrir Alþingi á morgun. Ráðherrann sagði fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir hóflegum útgjaldavexti á næsta ári, þar sem hagvöxtur verði nýttur til að styrkja fjárhagsstöðu ríkissjóðs og unnið verður gegn þenslu og verðbólgu. Gjaldtaka af ökutækjum og eldsneyti Fram kemur að stærsta verkefnið á tekjuhlið ríkissjóðs á komandi árum sé heildarendurskoðun gjaldtöku af ökutækjum og eldsneyti. „Samhliða miklum árangri í orkuskiptum fólksbílaflotans og sífellt sparneytnari bílum í umferð hafa tekjur ríkisins af ökutækjum og eldsneyti dregist verulega saman. Við því þarf að bregðast með nýjum lausnum, svo áfram megi standa undir öflugu viðhaldi og uppbyggingu í samgöngukerfinu. Sístækkandi hópur bíleigenda greiðir mjög lítið fyrir notkun vegakerfisins þar sem tekjur ríkissjóðs af vistvænum bílum eru afar takmarkaðar. Stefnt er að því að fyrirkomulag gjaldtöku miðist í auknum mæli við notkun, en breytingum á bifreiðagjaldi, vörugjaldi og losunarmörkum á næsta ári er ætlað að marka fyrstu skrefin að nýju kerfi. Þannig eru tekjurnar færðar nær fyrra jafnvægi og stuðlað að því að fleiri bíleigendur taki þátt í óhjákvæmilegum kostnaði við vegakerfið.“ Um 1.300 milljarða útgjöld Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. Um aukninguna segir að mest sé til félags-, húsnæðis- og tryggingamála, en heilbrigðismál séu eftir sem áður langstærsti útgjaldaliðurinn og nemi alls tæplega 320 milljörðum króna. Þá segir að framlög til umhverfismála aukist sömuleiðis talsvert frá fyrra ári, meðal annars vegna bindingar og samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda og aðgerða til að bæta ástand áfangastaða innan náttúruverndarsvæða. Meginstef frumvarpsins er sagt vera að verja sterka stöðu og taka markviss en skynsamleg skref fram á við, þar liggi stærsta verkefnið næstu misseri. „Framlög til heilbrigðismála hafa aukist um 40 ma.kr. frá árinu 2020. Þar hefur áhersla meðal annars verið lögð á: Aukin rekstrarframlög til sjúkrahúsa Byggingu nýs Landspítala og uppbyggingu nýrra hjúkrunarrýma Aukin framlög til sjúkratrygginga Stöðugt bætta geðheilbrigðisþjónustu Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga Útgjöld vegna félags-, húsnæðis- og tryggingamála hækka mest milli ára, og hafa aukist um 33 ma.kr. frá 2020. Útgjöldin hafa m.a. farið í: Stöðugt bætt kjör með styrkingu grunnþjónustu og tilfærslukerfa á borð við örorku- og ellilífeyri í breyttu efnahagsástandi. Stofnframlög til byggingar á hagkvæmu húsnæði, en 3.100 ódýrar leiguíbúðir hafa verið byggðar með stofnframlögum ríkisins frá 2016 Auknar húsnæðisbætur til að styðja við þá sem mest þurfa á að halda Um 26,4 ma.kr. renna til ýmissa nýrra og aukinna verkefna á næsta ári. Þar má m.a. nefna: Auknar fjárheimildir til endurgreiðslu á rannsókna- og þróunarkostnaði Hækkun framlags til húsnæðisbóta Framlag til að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga Uppbyggingu Grensásdeildar Landspítalans Framkvæmdir við lagningu bundins slitlags á tengivegum. Tímabundið framlag vegna aðgerða til að vinna gegn neikvæðum áhrifum heimsfaraldursins á viðkvæma hópa Hærri fjárheimild vegna reksturs nýrra hjúkrunarrýma. Fjárfesting hefur aukist verulega undanfarin ár og er yfir langtímameðaltali á næsta ári, þó hún dragist lítillega saman til að vinna gegn þenslu og verðbólgu. Meðal verkefna má nefna: Byggingu nýs Landspítala þar sem gert er ráð fyrir 13,4 ma.kr. á árinu. Fjárfestingu í samgöngumannvirkjum fyrir 4,9 ma.kr. Fjárfestingu í Stafrænu Íslandi og upplýsingatækniverkefnum fyrir 2,5 ma.kr. Framlög til orkuskipta og grænna lausna fyrir 1,6 ma.kr.,“ segir í tilkynningunni. Skuldir ríkissjóðs lækka Í tilkynningunni frá fjármálaráðuneytinu segir að alþjóðlegar efnahagshorfur hafi versnað hratt, ekki síst vegna hækkunar orkuverðs, og hætta sé á að staðan versni enn meira í Evrópu. „Áhrif þessa hafa verið takmörkuð á Íslandi, enda er hlutfall endurnýjanlegrar orku óvíða hærra en hér, sjávarútvegur stendur vel og mikil eftirspurn er eftir innlendri ferðaþjónustu. Erlendir ferðamenn eru nú jafn margir og fyrir faraldurinn. Útlit er fyrir að í ár verði hagvöxtur á Íslandi einn sá mesti meðal aðildarríkja OECD og verðbólga er hér næstlægst í Evrópu á samræmdan mælikvarða. Til að standa áfram undir öflugum velferðar- og heilbrigðiskerfum er mikilvægt að ná ekki aðeins tökum á verðbólgunni, heldur byggja upp styrk ríkissjóðs til lengri tíma. Á næsta ári er gert ráð fyrir þeim merku tímamótum að skuldir ríkissjóðs lækka lítillega milli ára í hlutfalli af landsframleiðslu. Árangursrík sala hluta í Íslandsbanka hefur verið mikilvægur þáttur verkefnisins. Söluandvirði 57,5% hlutar ríkissjóðs hingað til nemur um 108 ma.kr., en sú fjárhæð samsvarar rúmlega allri fjárfestingu á næsta ári,“ segir í tilkynningunni. Sjá má kynningu Bjarna á fjárlagafrumvarpinu í spilaranum að neðan. Þá var rætt við Bjarna að loknum fundinum. Hann tjáði fréttastofu að hann hefði helst áhyggjur af verðbólgunni, sér mikil tækifæri í stafrænum lausnum og mikinn kost að Ísland eigi ekki sæstreng þessa stundina. Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Efnahagsmál Alþingi Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu um fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2023 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í morgun. Frumvarpið verður lagt fyrir Alþingi á morgun. Ráðherrann sagði fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir hóflegum útgjaldavexti á næsta ári, þar sem hagvöxtur verði nýttur til að styrkja fjárhagsstöðu ríkissjóðs og unnið verður gegn þenslu og verðbólgu. Gjaldtaka af ökutækjum og eldsneyti Fram kemur að stærsta verkefnið á tekjuhlið ríkissjóðs á komandi árum sé heildarendurskoðun gjaldtöku af ökutækjum og eldsneyti. „Samhliða miklum árangri í orkuskiptum fólksbílaflotans og sífellt sparneytnari bílum í umferð hafa tekjur ríkisins af ökutækjum og eldsneyti dregist verulega saman. Við því þarf að bregðast með nýjum lausnum, svo áfram megi standa undir öflugu viðhaldi og uppbyggingu í samgöngukerfinu. Sístækkandi hópur bíleigenda greiðir mjög lítið fyrir notkun vegakerfisins þar sem tekjur ríkissjóðs af vistvænum bílum eru afar takmarkaðar. Stefnt er að því að fyrirkomulag gjaldtöku miðist í auknum mæli við notkun, en breytingum á bifreiðagjaldi, vörugjaldi og losunarmörkum á næsta ári er ætlað að marka fyrstu skrefin að nýju kerfi. Þannig eru tekjurnar færðar nær fyrra jafnvægi og stuðlað að því að fleiri bíleigendur taki þátt í óhjákvæmilegum kostnaði við vegakerfið.“ Um 1.300 milljarða útgjöld Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. Um aukninguna segir að mest sé til félags-, húsnæðis- og tryggingamála, en heilbrigðismál séu eftir sem áður langstærsti útgjaldaliðurinn og nemi alls tæplega 320 milljörðum króna. Þá segir að framlög til umhverfismála aukist sömuleiðis talsvert frá fyrra ári, meðal annars vegna bindingar og samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda og aðgerða til að bæta ástand áfangastaða innan náttúruverndarsvæða. Meginstef frumvarpsins er sagt vera að verja sterka stöðu og taka markviss en skynsamleg skref fram á við, þar liggi stærsta verkefnið næstu misseri. „Framlög til heilbrigðismála hafa aukist um 40 ma.kr. frá árinu 2020. Þar hefur áhersla meðal annars verið lögð á: Aukin rekstrarframlög til sjúkrahúsa Byggingu nýs Landspítala og uppbyggingu nýrra hjúkrunarrýma Aukin framlög til sjúkratrygginga Stöðugt bætta geðheilbrigðisþjónustu Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga Útgjöld vegna félags-, húsnæðis- og tryggingamála hækka mest milli ára, og hafa aukist um 33 ma.kr. frá 2020. Útgjöldin hafa m.a. farið í: Stöðugt bætt kjör með styrkingu grunnþjónustu og tilfærslukerfa á borð við örorku- og ellilífeyri í breyttu efnahagsástandi. Stofnframlög til byggingar á hagkvæmu húsnæði, en 3.100 ódýrar leiguíbúðir hafa verið byggðar með stofnframlögum ríkisins frá 2016 Auknar húsnæðisbætur til að styðja við þá sem mest þurfa á að halda Um 26,4 ma.kr. renna til ýmissa nýrra og aukinna verkefna á næsta ári. Þar má m.a. nefna: Auknar fjárheimildir til endurgreiðslu á rannsókna- og þróunarkostnaði Hækkun framlags til húsnæðisbóta Framlag til að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga Uppbyggingu Grensásdeildar Landspítalans Framkvæmdir við lagningu bundins slitlags á tengivegum. Tímabundið framlag vegna aðgerða til að vinna gegn neikvæðum áhrifum heimsfaraldursins á viðkvæma hópa Hærri fjárheimild vegna reksturs nýrra hjúkrunarrýma. Fjárfesting hefur aukist verulega undanfarin ár og er yfir langtímameðaltali á næsta ári, þó hún dragist lítillega saman til að vinna gegn þenslu og verðbólgu. Meðal verkefna má nefna: Byggingu nýs Landspítala þar sem gert er ráð fyrir 13,4 ma.kr. á árinu. Fjárfestingu í samgöngumannvirkjum fyrir 4,9 ma.kr. Fjárfestingu í Stafrænu Íslandi og upplýsingatækniverkefnum fyrir 2,5 ma.kr. Framlög til orkuskipta og grænna lausna fyrir 1,6 ma.kr.,“ segir í tilkynningunni. Skuldir ríkissjóðs lækka Í tilkynningunni frá fjármálaráðuneytinu segir að alþjóðlegar efnahagshorfur hafi versnað hratt, ekki síst vegna hækkunar orkuverðs, og hætta sé á að staðan versni enn meira í Evrópu. „Áhrif þessa hafa verið takmörkuð á Íslandi, enda er hlutfall endurnýjanlegrar orku óvíða hærra en hér, sjávarútvegur stendur vel og mikil eftirspurn er eftir innlendri ferðaþjónustu. Erlendir ferðamenn eru nú jafn margir og fyrir faraldurinn. Útlit er fyrir að í ár verði hagvöxtur á Íslandi einn sá mesti meðal aðildarríkja OECD og verðbólga er hér næstlægst í Evrópu á samræmdan mælikvarða. Til að standa áfram undir öflugum velferðar- og heilbrigðiskerfum er mikilvægt að ná ekki aðeins tökum á verðbólgunni, heldur byggja upp styrk ríkissjóðs til lengri tíma. Á næsta ári er gert ráð fyrir þeim merku tímamótum að skuldir ríkissjóðs lækka lítillega milli ára í hlutfalli af landsframleiðslu. Árangursrík sala hluta í Íslandsbanka hefur verið mikilvægur þáttur verkefnisins. Söluandvirði 57,5% hlutar ríkissjóðs hingað til nemur um 108 ma.kr., en sú fjárhæð samsvarar rúmlega allri fjárfestingu á næsta ári,“ segir í tilkynningunni. Sjá má kynningu Bjarna á fjárlagafrumvarpinu í spilaranum að neðan. Þá var rætt við Bjarna að loknum fundinum. Hann tjáði fréttastofu að hann hefði helst áhyggjur af verðbólgunni, sér mikil tækifæri í stafrænum lausnum og mikinn kost að Ísland eigi ekki sæstreng þessa stundina.
Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Efnahagsmál Alþingi Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira