Innlent

Hæsta tré ársins hlýtur titilinn „Tré ársins“

Atli Ísleifsson skrifar
Gestum viðburðarins mun gefast færi á að knúsa Tré ársins á mánudaginn.
Gestum viðburðarins mun gefast færi á að knúsa Tré ársins á mánudaginn. Skógrækt/Pétur Halldórsson

Skógræktarfélag Íslands hefur tilnefnt hæsta tré landsins til heiðurstitilsins „Tré ársins“ hjá félaginu þetta árið. Um er að ræða Sitkagreni í Skógarlundi við Systrafoss á Kirkjubæjarklaustri, sem er um þrjátíu metrar að hæð.

Í tilkynningu frá Skógrækt ríkisins segir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verði viðstödd í skóginum á Kirkjubæjarklaustri þegar tréð verður formlega útnefnt á mánudaginn.

„Stóra spurningin er: Hefur hæsta tré landsins náð þrjátíu metra hæð? Ítarlegar mælingar hafa nú þegar farið fram á trénu, sem er sitkagreni gróðursett af heimafólki á Klaustri árið 1949. Þess hefur verið beðið í nokkur ár að fyrsta tréð á Íslandi frá því fyrir ísöld hafi náð þrjátíu metrum. 

Tilkynnt verður um niðurstöðu þessara mælinga við athöfnina á mánudag sem hefst klukkan sextán. Þá kemur sannleikurinn í ljós,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Heggur við Rauða­vatn krýnt Tré ársins

Heggur sem stendur við Rauðavatn í gær krýnt Tré ársins. Það er Skógræktarfélag Íslands sem útnefnir Tré ársins, en athöfnin fór fram í fyrstu gróðrarstöðinni í Reykjavík sem stofnendur Skógræktarfélags Reykjavíkur komu upp á landspildu við Rauðavatn.

Beyki er Tré ársins 2017

Skógræktarfélag Íslands hefur útnefnt beyki (Fagus sylvatica) í Hellisgerði í Hafnarfirði sem Tré ársins 2017. Tréð er talið allt að hundrað ára gamalt. Haldin verður hátíðleg athöfn við Hellisgerði klukkan 15 í dag.

Þrautseigur reynir tré ársins

Reynitré í Sandfelli í Öræfum var fyrir skemmstu útnefnt tré ársins 2015 af Garðyrkjufélagi Íslands.

Gráösp valin tré ársins

Skógræktarfélag Íslands útnefnir gráösp Tré ársins 2012 við hátíðlega athöfn að Brekkugötu 8 á Akureyri um daginn. Tréð er í eigu Sigríðar Maríu Hammer og Páls Steindórs Steindórssonar.

Tré ársins er fjallagullregn í Reykjanesbæ

Skógræktarfélag Íslands útnefndi tré ársins 2011 við hátíðlega athöfn að Greniteigi 9 í Reykjanesbæ þriðjudaginn 13. september. Tréið er af tegundinni fjallagullregn (Laburnum alpinum) og gerir sérstaða þess og fegurð það vert útnefningar að því er fram kemur í tilkynningu frá Skógræktarfélagi Íslands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×