Innlent

Beyki er Tré ársins 2017

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Tré ársins 2017.
Tré ársins 2017. vísir/skógræktafélag íslands
Skógræktarfélag Íslands hefur útnefnt beyki (Fagus sylvatica) í Hellisgerði í Hafnarfirði sem Tré ársins 2017. Talið er að tréð sé allt að hundrað ára gamalt. Haldin verður hátíðleg athöfn við Hellisgerði klukkan 15 í dag.

Félagið útnefnir árlega Tré ársins, en tilnefningunni er ætlað að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt og benda á menningarlegt gildi einstakra trjáa.

Beyki er algengt skógartré í Evrópu og hefur viður þess verið nýttur á marga vegu, meðal annars til húsa- og húsgagnagerðar, en beyki þykir einnig góður eldiviður. Beykið vex almennt takmarkað á Íslandi því það þarfnast langra og hlýrra sumra.

Fjögur beykitré eru að finna í Hellisgerði, en þau voru gróðursett fyrir níutíu árum, þá einhverra ára gömul. Tré ársins í ár gæti því verið hátt í hundrað ára gamalt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×