Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ekki lokið að skýrslutöku yfir feðgum sem hafa stöðu sakbornings eftir árás á Blönduósi í síðasta mánuði þar sem tveir létust. Lögreglustjórinn segir málið ekki fullrannsakað og enn sé verið að yfirheyra aðila sem tengjast því.

Þrír ferðalangar frá Wisconsin í Bandaríkjunum vöknuðu upp með andfælum í nótt þegar jarðskjálfti upp á fjóra komma níu reið yfir um tólf kílómetra austur af Grímsey þar sem þeir dvelja. Einn þeirra segir að það hafi verið magnað að heyra drunurnar sem fylgdu skjálftanum. 

Forseti Úkraínu þakkaði hersveitum sínum fyrir nýlega frækilega framgöngu og sigra í Kharkiv héraði. Fulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum gagnrýnir Rússa harðlega fyrir nauðungarflutninga á allt að 1,6 milljónum úkraínskra borgara til Rússlands.

Innviðaráðherra segir fyrirhugaða gjaldtöku í Hvalfjarðargöng ekki fela í sér svikin loforð. Mikilvægt hafi verið að standa við loforð um að hætta gjaldtöku í göngin á sínum tíma en að nú sé verið að breyta um aðferðafræði.

Framkvæmdastjóri Vesturmiðstöðvar Reykjavíkurborgar segir áhyggjuefni að fólk haldi til í tjöldum nú þegar styttist í veturinn en starfsmenn aðstoðuðu heimilislausa fíkla í Öskjuhlíð gær. Reynt sé eftir fremsta megni að koma fólki í húsnæði utan neyðarskýla en húsnæðisvandi sé í borginni. Verið sé að fara yfir stefnumótun borgarinnar í málaflokknum til að sjá hvar skóinn kreppir.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu klukkan tólf.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×