„Lögfræðingurinn minn mun hafa nóg að gera“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. september 2022 16:31 Sarri var áður þjálfari Napoli en þurfti að þola tap fyrir liðinu um helgina. Nicolò Campo/LightRocket via Getty Images Maurizio Sarri, þjálfari Lazio á Ítalíu, er undir rannsókn ítalskra fótboltayfirvalda vegna ummæla í garð dómara um helgina. Lið hans tapaði 2-1 fyrir Napoli. Sarri var æfur eftir tapið og lét bæði dómara leiksins og þá í stöðu myndbandsdómara heyra það. Hann skildi ekkert í því að dómararnir hefðu ekki endurskoðað meint brot innan teigs undir lok leiksins, þar sem Lazio hefði getað jafnað. „Annað hvort eru þeir í VAR-herberginu ekki starfi sínu vaxnir eða eitthvað annað er á seyði sem veldur enn frekari áhyggjum,“ sagði Sarri, sem virðist þá vísa í einhverskonar samsæri gegn hans liði. Ítalska knattspyrnusambandið, FIGC, er með ummæli Sarri til rannsóknar og hann gæti átt yfir höfði sér sekt og leikbann. Aðspurður um það kveðst Sarri hins vegar ekki sjá eftir ummælum sínum. „Allir sáu hvað gerðist í þessum leikjum, ég þarf að verja leikmenn mína, liðið og stuðningsmenn Lazio. Ég myndi endurtaka leikinn. Ég held að lögfræðingurinn minn muni hafa nóg að gera í vetur,“ sagði Sarri á blaðamannafundi í dag í aðdraganda leiks Lazio og Feyenoord í Evrópudeildinni annað kvöld. Lazio hefur unnið tvo leiki, gert tvö jafntefli og þá var tapið fyrir Napoli þeirra fyrsta í deildinni. Liðið sigur í níunda sæti með átta stig. Þeir mæta Verona um helgina en sá leikur verður í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport ásamt öllum öðrum leikjum helgarinnar. Leikur Lazio og Feyenoord í Evrópudeildinni er klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira
Sarri var æfur eftir tapið og lét bæði dómara leiksins og þá í stöðu myndbandsdómara heyra það. Hann skildi ekkert í því að dómararnir hefðu ekki endurskoðað meint brot innan teigs undir lok leiksins, þar sem Lazio hefði getað jafnað. „Annað hvort eru þeir í VAR-herberginu ekki starfi sínu vaxnir eða eitthvað annað er á seyði sem veldur enn frekari áhyggjum,“ sagði Sarri, sem virðist þá vísa í einhverskonar samsæri gegn hans liði. Ítalska knattspyrnusambandið, FIGC, er með ummæli Sarri til rannsóknar og hann gæti átt yfir höfði sér sekt og leikbann. Aðspurður um það kveðst Sarri hins vegar ekki sjá eftir ummælum sínum. „Allir sáu hvað gerðist í þessum leikjum, ég þarf að verja leikmenn mína, liðið og stuðningsmenn Lazio. Ég myndi endurtaka leikinn. Ég held að lögfræðingurinn minn muni hafa nóg að gera í vetur,“ sagði Sarri á blaðamannafundi í dag í aðdraganda leiks Lazio og Feyenoord í Evrópudeildinni annað kvöld. Lazio hefur unnið tvo leiki, gert tvö jafntefli og þá var tapið fyrir Napoli þeirra fyrsta í deildinni. Liðið sigur í níunda sæti með átta stig. Þeir mæta Verona um helgina en sá leikur verður í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport ásamt öllum öðrum leikjum helgarinnar. Leikur Lazio og Feyenoord í Evrópudeildinni er klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira