Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar segir að framkvæmdir hafi gengið vonum framar og séu nokkuð á undan áætlun. Útlit er fyrir að umferð verði hleypt á allan kaflann fyrir árslok en eftir á að steypa brúargólf á tvær brýr, yfir Bakkárholtsá og við Kotströnd.
Kaflinn sem verður opnaður á morgun ásamt hringtorginu er fjögurra kílómetra langur og er frá Biskupstungnabraut í átt að Hveragerði.

