Breikkun sjö kílómetra kafla milli Selfoss og Hveragerðis boðin út Kristján Már Unnarsson skrifar 12. janúar 2020 22:00 Byrjað verður á kaflanum næst Selfossi. Ingólfsfjall til vinstri og Ölfusá til hægri. Mynd/Vegagerðin. Vegagerðin hyggst fyrir lok mánaðarins bjóða út stærsta útboðsverk sitt á árinu, breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar um Ölfus. Þegar framkvæmdum lýkur eftir þrjú ár verður kominn 2+1 vegur með aðskildum akstursstefnum alla leið milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband frá Vegagerðinni af væntanlegri legu vegarins var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Fyrsti áfanginn, tveggja og hálfs kílómetra kafli austan Hveragerðis, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt tengivegum, var unninn á síðasta ári og opnaður umferð í haust. Séð austur í átt til Ingólfsfjalls og Kögunarhóls.Mynd/Vegagerðin. En núna er komið að því að halda verkinu áfram og er stefnt að því að sjö kílómetra kafli milli Gljúfurholtsár og gatnamóta Biskupstungnabrautar við Selfoss verði boðinn út fyrir lok mánaðarins á evrópska efnahagssvæðinu. Tilboð verða opnuð í byrjun mars og eiga framkvæmdir að vera komnar á fullt í vor, að sögn Óskar Arnar Jónssonar, forstöðumanns framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Byrjað verður sunnan Ingólfsfjalls, á gerð hringtorgs norðan Selfoss, á gatnamótum þjóðvegarins í átt að Sogsbrú. Verktakarnir munu svo færa sig vestar. Þeir fara síðan í áfanga milli Ingólfsfjalls og Kögunarhóls, en verkinu verður skipt upp í sex verkhluta, og þeir teknir í notkun í áföngum á tímabilinu. Veglínu verður breytt milli Kotstrandar og Kögunarhóls.Mynd/Vegagerðin. Mesta breytingin á veglínu verður á kaflanum vestan Ingólfsfjalls. Þar verður vegurinn lagður fjær Ingólfshvoli og hlykkur austan Kotstrandar tekinn af. Þar kemur nýr innansveitarvegur að Gljúfurárholti, sem liggja mun í göngum undir Suðurlandsveg skammt frá Kotströnd. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 5,5 milljörðum króna í þetta sjö kílómetra verk en því á að öllu að vera lokið árið 2022. Við Hveragerði, milli Varmár og Kamba, verður þjóðvegurinn færður fjær bænum.Mynd/Vegagerðin. Í framhaldi af því verður síðasti áfanginn boðinn út, kaflinn milli Varmár og Kamba, en þar á færa veginn fjær Hveragerði. Þeim kafla eru eyrnamerkir 2,4 milljarðar króna á samgönguáætlun á árunum 2023 og 2024. Þegar því lýkur verður búið að breikka allan veginn um Ölfus milli Kamba og Selfoss. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árborg Hveragerði Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Tengdar fréttir Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss er komin vel á veg og stefnt að því að fyrsta áfanga ljúki í haust. Umferð á hringveginum er beint tímabundið um nýjan innansveitarveg. 29. maí 2019 21:27 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Vegagerðin hyggst fyrir lok mánaðarins bjóða út stærsta útboðsverk sitt á árinu, breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar um Ölfus. Þegar framkvæmdum lýkur eftir þrjú ár verður kominn 2+1 vegur með aðskildum akstursstefnum alla leið milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband frá Vegagerðinni af væntanlegri legu vegarins var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Fyrsti áfanginn, tveggja og hálfs kílómetra kafli austan Hveragerðis, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt tengivegum, var unninn á síðasta ári og opnaður umferð í haust. Séð austur í átt til Ingólfsfjalls og Kögunarhóls.Mynd/Vegagerðin. En núna er komið að því að halda verkinu áfram og er stefnt að því að sjö kílómetra kafli milli Gljúfurholtsár og gatnamóta Biskupstungnabrautar við Selfoss verði boðinn út fyrir lok mánaðarins á evrópska efnahagssvæðinu. Tilboð verða opnuð í byrjun mars og eiga framkvæmdir að vera komnar á fullt í vor, að sögn Óskar Arnar Jónssonar, forstöðumanns framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Byrjað verður sunnan Ingólfsfjalls, á gerð hringtorgs norðan Selfoss, á gatnamótum þjóðvegarins í átt að Sogsbrú. Verktakarnir munu svo færa sig vestar. Þeir fara síðan í áfanga milli Ingólfsfjalls og Kögunarhóls, en verkinu verður skipt upp í sex verkhluta, og þeir teknir í notkun í áföngum á tímabilinu. Veglínu verður breytt milli Kotstrandar og Kögunarhóls.Mynd/Vegagerðin. Mesta breytingin á veglínu verður á kaflanum vestan Ingólfsfjalls. Þar verður vegurinn lagður fjær Ingólfshvoli og hlykkur austan Kotstrandar tekinn af. Þar kemur nýr innansveitarvegur að Gljúfurárholti, sem liggja mun í göngum undir Suðurlandsveg skammt frá Kotströnd. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 5,5 milljörðum króna í þetta sjö kílómetra verk en því á að öllu að vera lokið árið 2022. Við Hveragerði, milli Varmár og Kamba, verður þjóðvegurinn færður fjær bænum.Mynd/Vegagerðin. Í framhaldi af því verður síðasti áfanginn boðinn út, kaflinn milli Varmár og Kamba, en þar á færa veginn fjær Hveragerði. Þeim kafla eru eyrnamerkir 2,4 milljarðar króna á samgönguáætlun á árunum 2023 og 2024. Þegar því lýkur verður búið að breikka allan veginn um Ölfus milli Kamba og Selfoss. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Árborg Hveragerði Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Tengdar fréttir Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss er komin vel á veg og stefnt að því að fyrsta áfanga ljúki í haust. Umferð á hringveginum er beint tímabundið um nýjan innansveitarveg. 29. maí 2019 21:27 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss er komin vel á veg og stefnt að því að fyrsta áfanga ljúki í haust. Umferð á hringveginum er beint tímabundið um nýjan innansveitarveg. 29. maí 2019 21:27