Dæmdur fimmtíu og níu sinnum á rúmum tuttugu árum Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2022 11:26 Rhonda Blackmore, aðstoðarlögreglustjórinn í Saskatchewan, á blaðamannafundi um helgina. Damien Sanderson fannst látinn í gær en Myles gengur enn laus. AP/Michael Bell Myles Sanderson, annar bræðranna sem grunaðir eru um mannskæðar stunguárásir í Kanada, á sér langan sakaferil að baki og hafði margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá hafði hann átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefni frá unga aldri. Honum var sleppt á reynslulausn í ágúst í fyrra og stóð til að handtaka hann á nýjan leik í nóvember. Sú ákvörðun var þó felld niður í febrúar og komst opinber nefnd að þeirri niðurstöðu að ekki stafaði ógn af honum. Damien Sanderson (31), bróðir Myles (30), fannst látinn í gær. Ekki hefur verið gefið upp hvernig hann dó en lögreglan hefur sagt að hann hafi verið með áverka sem hann hafi ekki veitt sér sjálfur. Tíu eru látnir og átján særðir eftir árásir þeirra bræðra í Saskatchewan í Kanada. Í frétt CBC News segir að Myles Sanderson hafi verið dæmdur 59 sinnum á rúmur tveimur áratugum. Þar á meðal fyrir líkamsárásir, árás með vopni, hótanir, árás á lögregluþjón og rán. Þá hefur hann margsinnis verið dæmdur fyrir að rjúfa skilorð og brjóta reglur reynslulausnar og hefur honum verið bannað að eiga skotvopn vegna þessara dóma. Dómsskjöl í Kanada sýna að Myles hefur lengi átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefna en hann var byrjaður að neyta kókaíns þegar hann var fjórtán ára gamall. Í skjali sem snýr að reynslulausn hans segir að regluleg neysla hans á kókaíni, maríjúana og áfengi hafi oft leitt til þess að hann missti stjórn á skapi sínum. Í einu slíku atviki frá 2017 ruddist Myles inn til fyrrverandi kærustu sinnar þar sem hann kýldi í gegnum hurð á baðherbergi þar sem börn voru að fela sig fyrir honum. Hann kastaði svo múrstein í framrúðu bíls konunnar. Nokkrum dögum síðar hótaði hann að myrða starfsmenn í verslun sem hann sótti og hótaði hann einnig að brenna hús foreldra sinna. Árið 2018 stakk hann tvo menn með gaffli og rotaði annan en samkvæmt kanadísk miðlinum Global News voru mennirnir við drykkju heima hjá Myles. Sumarið 2018 sparkaði hann svo ítrekað í andlit lögregluþjóns sem var að reyna að handtaka hann. Sleppt í ágúst í fyrra Myles var sleppt úr fangelsi á reynslulausn í ágúst í fyrra. Í nóvember var sú reynslulausn þó felld niður þar sem Myles hafði brotið þær reglur sem honum hafði verðið settar. Þá var hann sagður vera edrú, kominn með vinnu og í meðferð hjá ráðgjafa. Hann hafði hins vegar brotið reglurnar með því að flytja inn til fyrrverandi kærustu sinnar. Sú ákvörðun var þá afturkölluð í febrúar. Þá staðhæfði sérstök nefnd sem fjallar um málefni fanga á reynslulausn að það stafaði ekki ógn af Myles Sanderson og það að hafa hann á reynslulausn myndi hjálpa til við að gera hann að „löghlýðnum borgara“. CBC segir þó að lýst hafi verið eftir Myles í maí og lögreglan hefur staðfest að það er vegna þess að hann hafði hætt að mæta á fundi með skilorðsfulltrúa sínum. Hann hefur þó gengið laus í allt sumar. Kanada Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Honum var sleppt á reynslulausn í ágúst í fyrra og stóð til að handtaka hann á nýjan leik í nóvember. Sú ákvörðun var þó felld niður í febrúar og komst opinber nefnd að þeirri niðurstöðu að ekki stafaði ógn af honum. Damien Sanderson (31), bróðir Myles (30), fannst látinn í gær. Ekki hefur verið gefið upp hvernig hann dó en lögreglan hefur sagt að hann hafi verið með áverka sem hann hafi ekki veitt sér sjálfur. Tíu eru látnir og átján særðir eftir árásir þeirra bræðra í Saskatchewan í Kanada. Í frétt CBC News segir að Myles Sanderson hafi verið dæmdur 59 sinnum á rúmur tveimur áratugum. Þar á meðal fyrir líkamsárásir, árás með vopni, hótanir, árás á lögregluþjón og rán. Þá hefur hann margsinnis verið dæmdur fyrir að rjúfa skilorð og brjóta reglur reynslulausnar og hefur honum verið bannað að eiga skotvopn vegna þessara dóma. Dómsskjöl í Kanada sýna að Myles hefur lengi átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefna en hann var byrjaður að neyta kókaíns þegar hann var fjórtán ára gamall. Í skjali sem snýr að reynslulausn hans segir að regluleg neysla hans á kókaíni, maríjúana og áfengi hafi oft leitt til þess að hann missti stjórn á skapi sínum. Í einu slíku atviki frá 2017 ruddist Myles inn til fyrrverandi kærustu sinnar þar sem hann kýldi í gegnum hurð á baðherbergi þar sem börn voru að fela sig fyrir honum. Hann kastaði svo múrstein í framrúðu bíls konunnar. Nokkrum dögum síðar hótaði hann að myrða starfsmenn í verslun sem hann sótti og hótaði hann einnig að brenna hús foreldra sinna. Árið 2018 stakk hann tvo menn með gaffli og rotaði annan en samkvæmt kanadísk miðlinum Global News voru mennirnir við drykkju heima hjá Myles. Sumarið 2018 sparkaði hann svo ítrekað í andlit lögregluþjóns sem var að reyna að handtaka hann. Sleppt í ágúst í fyrra Myles var sleppt úr fangelsi á reynslulausn í ágúst í fyrra. Í nóvember var sú reynslulausn þó felld niður þar sem Myles hafði brotið þær reglur sem honum hafði verðið settar. Þá var hann sagður vera edrú, kominn með vinnu og í meðferð hjá ráðgjafa. Hann hafði hins vegar brotið reglurnar með því að flytja inn til fyrrverandi kærustu sinnar. Sú ákvörðun var þá afturkölluð í febrúar. Þá staðhæfði sérstök nefnd sem fjallar um málefni fanga á reynslulausn að það stafaði ekki ógn af Myles Sanderson og það að hafa hann á reynslulausn myndi hjálpa til við að gera hann að „löghlýðnum borgara“. CBC segir þó að lýst hafi verið eftir Myles í maí og lögreglan hefur staðfest að það er vegna þess að hann hafði hætt að mæta á fundi með skilorðsfulltrúa sínum. Hann hefur þó gengið laus í allt sumar.
Kanada Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira