Pogba þarf að fara undir hnífinn: HM í hættu? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2022 19:00 Pogba mun þurfa að horfa á liðsfélaga sína æfa næstu vikurnar þar sem hann þarf að fara undir hnífinn vegna meiðsla á hné. Daniele Badolato/Getty Images Knattspyrnumaðurinn Paul Pogba, leikmaður Juventus á Ítalíu, þarf að fara í aðgerð vegna meiðsla á hné. Talið er að Pogba verði frá í 40 til 60 daga en aðeins eru 78 dagar þangað til Frakkland hefur leik á HM í Katar. Pogba gekk í raðir Juventus á nýjan leik í sumar eftir að samningur hans við Manchester United rann út. Hinn 29 ára gamli miðvallarleikmaður meiddist hins vegar á hné áður en Serie A, ítalska úrvalsdeildin fór af stað, og hefur ekki enn leikið með liðinu á þessari leiktíð. Juventus midfielder Paul Pogba is to undergo surgery on the meniscus in his right knee.Pogba, 29, tore his meniscus in late July during #Juve's pre-season.More from @JamesHorncastle https://t.co/uNphHsQSk7— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 5, 2022 Nú hefur The Athletic greint frá að eitthvað er í að Pogba snúi aftur á völlinn en hann þarf að fara undir hnífinn. Pogba og læknateymi Juventus vildi reyna komast hjá því að senda Frakkann í aðgerð en nú er ljóst að það er eina leiðin til að hann nái sér að fullu. Juventus hefur átt erfitt uppdráttar í upphafi leiktíðar. Liðið hefur aðeins unnið tvo leiki og gert þrjú jafntefli í fyrstu fimm leikjum sínum. Þá hefur miðja liðsins verið til mikilla vandræða eins og var tekið fram í hlaðvarpsþættinum Punktur og basta nýverið en þar er fjallað um allt er viðkemur Serie A. Þrátt fyrir þetta ákvað Juventus að lána Arthur Melo til Liverpool og Denis Zakaria til Chelsea. Mögulega taldi Max Allegri, þjálfari liðsins, að Pogba yrði leikfær fyrr heldur en seinna. Annað hefur nú komið á daginn. Juventus er sem stendur í París þar sem liðið mætir heimamönnum í París Saint-Germain er Meistaradeild Evrópu fer af stað á nýjan leik á morgun. Verður leikurinn sýndur beint Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Ítalski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Sjá meira
Pogba gekk í raðir Juventus á nýjan leik í sumar eftir að samningur hans við Manchester United rann út. Hinn 29 ára gamli miðvallarleikmaður meiddist hins vegar á hné áður en Serie A, ítalska úrvalsdeildin fór af stað, og hefur ekki enn leikið með liðinu á þessari leiktíð. Juventus midfielder Paul Pogba is to undergo surgery on the meniscus in his right knee.Pogba, 29, tore his meniscus in late July during #Juve's pre-season.More from @JamesHorncastle https://t.co/uNphHsQSk7— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 5, 2022 Nú hefur The Athletic greint frá að eitthvað er í að Pogba snúi aftur á völlinn en hann þarf að fara undir hnífinn. Pogba og læknateymi Juventus vildi reyna komast hjá því að senda Frakkann í aðgerð en nú er ljóst að það er eina leiðin til að hann nái sér að fullu. Juventus hefur átt erfitt uppdráttar í upphafi leiktíðar. Liðið hefur aðeins unnið tvo leiki og gert þrjú jafntefli í fyrstu fimm leikjum sínum. Þá hefur miðja liðsins verið til mikilla vandræða eins og var tekið fram í hlaðvarpsþættinum Punktur og basta nýverið en þar er fjallað um allt er viðkemur Serie A. Þrátt fyrir þetta ákvað Juventus að lána Arthur Melo til Liverpool og Denis Zakaria til Chelsea. Mögulega taldi Max Allegri, þjálfari liðsins, að Pogba yrði leikfær fyrr heldur en seinna. Annað hefur nú komið á daginn. Juventus er sem stendur í París þar sem liðið mætir heimamönnum í París Saint-Germain er Meistaradeild Evrópu fer af stað á nýjan leik á morgun. Verður leikurinn sýndur beint Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Ítalski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Sjá meira