Erlent

Síle­menn hafna nýrri stjórnar­skrá

Bjarki Sigurðsson skrifar
Margir fögnuðu á götum úti eftir að niðurstöður kosninganna voru tilkynntar.
Margir fögnuðu á götum úti eftir að niðurstöður kosninganna voru tilkynntar. EPA/Alberto Valdes

Sílabúar kusu í gær gegn stjórnarskrárbreytingum sem forseti landsins hafði reynt að ná í gegn. Þeir sem kusu gegn breytingunum segja nýju stjórnarskránna vera of róttæka en alls greiddu 62 prósent kjósenda gegn breytingunum.

Í október árið 2020 kusu Sílemenn um hvort þingið ætti að teikna upp nýja stjórnarskrá til þess að skipta út stjórnarskránni sem var sett í gildi þegar herstjórn Augusto Pinochet var við völd.

Nýr forseti landsins, vinstrimaðurinn Gabriel Boric, var síðan kjörinn forseti landsins í desember á síðasta ári. Hann er stuðningsmaður stjórnarskrárinnar sem kosið var um en eftir að henni var hafnað hefur hann sagst ætla að reyna aftur.

Meðal þess sem hefði verið breytt í nýju stjórnarskránni var að réttindi innfæddra yrðu meiri, hlutverki fjölda stofnanna yrði breytt og réttur kvenna til þungunarrofs yrði staðfestur. Þá vildi Boric setja í lög að helmingur opinberra starfa yrði mannaður af konum.

Skylda var fyrir íbúa landsins að kjósa í kosningunum og samkvæmt BBC gæti það hafa orðið forsetanum að falli. Þeir sem höfðu ekki miklar skoðanir á nýju stjórnarskránni hafi mögulega kosið gegn henni til að vonast eftir því að í næstu drögum yrði eitthvað meira að þeirra skapi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×