Erlent

Hamas sam­tökin tóku tvo meinta njósnara af lífi

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Reykmökkur sést eftir loftárásir Ísraela á Gaza á meðan á átökum stóð.
Reykmökkur sést eftir loftárásir Ísraela á Gaza á meðan á átökum stóð. ASSOCIATED PRESS

Hamas samtökin, sem fara með stjórn á Gaza svæðinu, eru sögð hafa tekið fimm Palestínumenn af lífi. Aftökurnar eru sagðar þær fyrstu sem vitað sé um frá apríl 2017.

Tveir einstaklinganna sem hafi verið teknir af lífi hefðu verið sakaðir um að njósna fyrir Ísrael og hinir þrír sakaðir um morð.

CNN greinir frá þessu en innanríkisráðuneytið á Gaza sagði í yfirlýsingu til miðilsins að aftökurnar hafi verið síðasta úrræðið eftir að mennirnir hafi fengið tækifæri til að verja sig.

 Ekki er vitað hvernig réttarhöld fóru fram.

Þrjátíu og þrír einstaklingar hafi verið teknir af lífi af Hamas samtökunum síðan þau tóku völdin á Gaza árið 2007.

Mikil átök hafa verið á svæðinu en snemma í ágúst sömdu heröfl Ísrael og Palestínu um vopnahlé í kjölfar átaka á svæðinu. Átökin voru sögð þau alvarlegustu á Gaza síðan í maí 2021. 


Tengdar fréttir

Vopnahlé í kjölfar átaka á Gaza

Heröfl Ísrael og Palestínu hafa samið um vopnahlé eftir þrjá daga af átökum en að minnsta kosti 43 eru látin vegna þeirra. Vopnahléið átti að hefjast klukkan hálf níu í kvöld á íslenskum tíma. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×