Erlent

Lést eftir að faðirinn skildi hann eftir í heitum bíl í 5 klukku­stundir

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Barnið var skilið eftir í bílnum í fimm klukkustundir. Mynd tengist frétt ekki beint.
Barnið var skilið eftir í bílnum í fimm klukkustundir. Mynd tengist frétt ekki beint. Getty/Yih Chang Chew / EyeEm

Nítján ára karlmaður í Ohio á yfir höfði sér ákæru vegna dauða sonar síns. Hann er sagður hafa viljandi skilið eins árs gamlan son sinn eftir í heitum bíl með þeim afleiðingum að barnið lést.

CNN greinir frá því að lögreglan segi frásagnir föðursins, Landon Parrot, hafa stangast á en hann hafi að lokum sagt þeim hvað gerðist í raun. 

Barnið hafi verið skilið eftir í fimm klukkustundir í bíl til þess að það myndi ekki spilla heimilisfriðinum. Lofthiti þennan daginn hafi mælst 30,5°C.

Aukning hafi orðið á málum sem þessum í Bandaríkjunum en 22 börn hafi látið lífið vegna þess að þau hafi verið skilin eftir í of heitum bíl það sem af sé ári.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×