Enski boltinn

Varnar­maður Eng­lands­meistaranna frá í sex vikur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Laporte hefur verið sigursæll síðan hann gekk í raðir Man City.
Laporte hefur verið sigursæll síðan hann gekk í raðir Man City. EPA-EFE/MAGI HAROUN

Aymeric Laporte, varnarmaður Englandsmeistara Manchester City, þurfti að fara í aðgerð á hné og verður frá næstu sex vikurnar hið minnsta. Þetta staðfesti Pep Guardiola, þjálfari liðsins, á blaðamannafundi.

Hinn 28 ára gamli Laporte hefur ekki spilað síðan á síðustu leiktíð en þá spilaði hann alls 44 leiki í öllum keppnum. Hann hefur hins vegar verið mikið meiddur undanfarin ár og spilaði undir 30 leiki tímabilin 2020-21 og 2019-20.

Nathan Ake er einnig á meiðslalista Man City og því ákvað Pep að sækja Manuel Akanji á lokadegi félagaskiptagluggans til að styrkja varnarleik liðsins.

Manchester City mætir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni síðar í dag en liðið hefur til þessa unnið fjóra leiki og gert eitt jafntefli. Liðið hefur hins vegar fengið á sig fimm mörk eða að meðaltali eitt mark í leik.


Tengdar fréttir

City að fá stærðfræðiséní í vörnina

Manchester City er við það að ganga frá kaupum á svissneska miðverðinum Manuel Akanji frá Borussia Dortmund. Hann verður þá annar leikmaðurinn sem fer þá leið í sumar á eftir Norðmanninum Erling Braut Haaland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×