Grunaður um að hafa nauðgað eiginkonu sinni í bíl Atli Ísleifsson skrifar 2. september 2022 14:55 Dómari taldi hætta á að maðurinn myndi halda áfram brotum sínum yrði hann látinn laus, en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 11. maí síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. september fyrir að hafa meðal annars ógnað eiginkonu sinni með hníf og nauðgað henni í bíl sem lagður var á malarsvæði. Maðurinn hefur einnig verið ákærður fyrir eignaspjöll og líkamsárásir. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald og hefur Landsréttur nú staðfest úrskurðinn. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi verið ákærður fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi fyrir að hafa á á sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað heilsu siginkonu sinnar, haft við hana samræði án samþykkis með því að beita hana hótunum og ofbeldi. Segir að hann hafi þann 10. maí síðastliðinn ógnað eiginkonunni með hníf þar sem þau voru í bíl á malarsvæði, sest yfir hana og lagt sætið aftur og skipað henni að klæða sig úr að neðan. Maðurinn hafi svo hótað að „setja fíkniefni upp í leggöngin á henni og skera úr henni augun auk þess sem hann hótaði að skaða sjálfan sig og svo [haft] við hana samræði,“ líkt og segir í ákæru. Kjökrandi og hrædd Í úrskurðinum segir að vegfarandi hafi komið að konunni eftir árásina og hafi hún sjáanlega verið í miklu uppnámi, kjökrandi og hrædd. Vegfarandinn hafi tilkynnt málið til lögreglu, en sá og fleiri vitni sáu þar manninn þar sem hann stóð yfir konunni öskrandi. Konan hafi þá beðið þau um að hringja á lögregluna og að sagt að maðurinn væri vopnaður hníf. Tók hún jafnframt fram að maðurinn hafi tekið síma sinn. Í úrskurðinum kemur jafnframt fram að maðurinn hafi um tíu dögum fyrir nauðgunina veist að konunni með ofbeldi, tekið af henni kortaveski og farsíma og þrýst henni upp að bílhurð, tosað í kjól hennar og klórað hana á bringuna og náði þannig af henni mununum. Eftir að hún yfirgaf bílinn hafi hann svo reynt að toga og ýta henni aftur í bílinn með þeim afleiðingum að hún hlaut mar og áverka á hálsi og brjóstkassa og svo bakverki. Árás á þrjá einstaklinga Ennfremur segir í ákæru að maðurinn sé ákærður fyrir líkamsárás fyrir að hafa ráðist á þrjá einstaklinga sunnudag í apríl og slegið þá í ítrekað höfuð og andlit. Þá hafi hann kastað slökkvitæki í áttina að einum og bitið hann í bakið. Loks segir að hann sé ákærður fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bíl undir áhrifum fíkniefna og svo eignaspjöll fyrir að hafa unnið skemmdir á bíl eiginkonu sinnar. Fram kemur að maðurinn hafi setið í gæsluvarðhaldi frá 11. maí síðastliðinn vegna rannsóknar málsins. Með vísan til fjölda og eðlis brotanna og úrskurða Landsréttar […] er fallist á það með sækjanda að hætta sé á að ákærði haldi áfram brotum sínum verði hann nú látinn laus, svo og að telja verði gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra, og þá einkum fyrrum eiginkonu ákærða, fyrir árásum hans,“ segir í úrskurðinum. Því sé fallist á að maðurinn sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Lögreglumál Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald og hefur Landsréttur nú staðfest úrskurðinn. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi verið ákærður fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi fyrir að hafa á á sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað heilsu siginkonu sinnar, haft við hana samræði án samþykkis með því að beita hana hótunum og ofbeldi. Segir að hann hafi þann 10. maí síðastliðinn ógnað eiginkonunni með hníf þar sem þau voru í bíl á malarsvæði, sest yfir hana og lagt sætið aftur og skipað henni að klæða sig úr að neðan. Maðurinn hafi svo hótað að „setja fíkniefni upp í leggöngin á henni og skera úr henni augun auk þess sem hann hótaði að skaða sjálfan sig og svo [haft] við hana samræði,“ líkt og segir í ákæru. Kjökrandi og hrædd Í úrskurðinum segir að vegfarandi hafi komið að konunni eftir árásina og hafi hún sjáanlega verið í miklu uppnámi, kjökrandi og hrædd. Vegfarandinn hafi tilkynnt málið til lögreglu, en sá og fleiri vitni sáu þar manninn þar sem hann stóð yfir konunni öskrandi. Konan hafi þá beðið þau um að hringja á lögregluna og að sagt að maðurinn væri vopnaður hníf. Tók hún jafnframt fram að maðurinn hafi tekið síma sinn. Í úrskurðinum kemur jafnframt fram að maðurinn hafi um tíu dögum fyrir nauðgunina veist að konunni með ofbeldi, tekið af henni kortaveski og farsíma og þrýst henni upp að bílhurð, tosað í kjól hennar og klórað hana á bringuna og náði þannig af henni mununum. Eftir að hún yfirgaf bílinn hafi hann svo reynt að toga og ýta henni aftur í bílinn með þeim afleiðingum að hún hlaut mar og áverka á hálsi og brjóstkassa og svo bakverki. Árás á þrjá einstaklinga Ennfremur segir í ákæru að maðurinn sé ákærður fyrir líkamsárás fyrir að hafa ráðist á þrjá einstaklinga sunnudag í apríl og slegið þá í ítrekað höfuð og andlit. Þá hafi hann kastað slökkvitæki í áttina að einum og bitið hann í bakið. Loks segir að hann sé ákærður fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bíl undir áhrifum fíkniefna og svo eignaspjöll fyrir að hafa unnið skemmdir á bíl eiginkonu sinnar. Fram kemur að maðurinn hafi setið í gæsluvarðhaldi frá 11. maí síðastliðinn vegna rannsóknar málsins. Með vísan til fjölda og eðlis brotanna og úrskurða Landsréttar […] er fallist á það með sækjanda að hætta sé á að ákærði haldi áfram brotum sínum verði hann nú látinn laus, svo og að telja verði gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra, og þá einkum fyrrum eiginkonu ákærða, fyrir árásum hans,“ segir í úrskurðinum. Því sé fallist á að maðurinn sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi.
Lögreglumál Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira