Lést af völdum höfuðáverka eftir hrottalega líkamsárás Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2022 14:58 Magnús Aron neitaði sök. Vísir/Hallgerður Magnús Aron Magnússon, tvítugur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið karlmanni á fimmtugsaldri að bana í Barðavogi í júní, réðst að manninum fyrst innanhúss og svo fyrir utan húsið. Í ákæru á hendur honum kemur fram að hann hafi traðkað ítrekað á höfði fórnarlambsins sem lést af völdum höfuðáverkans. Magnús Aron, sem bjó í sama húsi og nágranninn sem hann banaði, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn. Dómari í málinu hafnaði kröfu verjanda um að þinghald yrði lokað. Matsmaður verður fenginn til að meta sakhæfi Magnúsar Arons. Í ákærunni kemur fram að Magnús Aron hafi veist að Gylfa Bergmann Heimissyni. Fyrst á stigagangi hússins við Barðavog og svo utan við húsið. Þegar þangað var komið hafi Magnús Aron sparkað í og kýlt Gylfa, náð honum í jörðina og þar sem hann lá á jörðinni kýlt, sparkað og traðkað margsinnis á honum. Þar á meðal andliti og brjóstkassa með þeim afleiðingum að Gylfi hlaut húðblæðingar og mar í andliti og hálsi, brot á neðri kjálka, kinnbeinum, nefbeinum og tungubeini. Þá hlaut hann brot í höfuðkúpu og útbreitt heilamar og mikil sár á andliti. Sömuleiðis hlaut hann blæðingar í vöðvum aftanverðs háls. Hann lést af völdum höfuðáverkans með kjölfarandi umfangsmiklu heilamari og áverka á andliti sem torveldaði öndun. Níu aðstandendur hins látna gera miskabótakröfur í málinu upp á samanlagt 27 milljónir króna, þrjár milljónir króna hver. Þá eru gerðar kröfur fyrir hönd ólögráða barna Gylfa vegna missis á framfærslu. Krafist er að Magnús Aron greiði útfararkostnað og sömuleiðis málskostnað málsins. Manndráp í Barðavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Neitar sök í Barðavogsmálinu Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið. 30. ágúst 2022 15:40 Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2022 15:38 Manndrápið í Barðavogi komið á borð héraðssaksóknara Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Barðavogi í byrjun júní er lokið og málið er komið til héraðssaksóknara. 25. ágúst 2022 19:52 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Magnús Aron, sem bjó í sama húsi og nágranninn sem hann banaði, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn. Dómari í málinu hafnaði kröfu verjanda um að þinghald yrði lokað. Matsmaður verður fenginn til að meta sakhæfi Magnúsar Arons. Í ákærunni kemur fram að Magnús Aron hafi veist að Gylfa Bergmann Heimissyni. Fyrst á stigagangi hússins við Barðavog og svo utan við húsið. Þegar þangað var komið hafi Magnús Aron sparkað í og kýlt Gylfa, náð honum í jörðina og þar sem hann lá á jörðinni kýlt, sparkað og traðkað margsinnis á honum. Þar á meðal andliti og brjóstkassa með þeim afleiðingum að Gylfi hlaut húðblæðingar og mar í andliti og hálsi, brot á neðri kjálka, kinnbeinum, nefbeinum og tungubeini. Þá hlaut hann brot í höfuðkúpu og útbreitt heilamar og mikil sár á andliti. Sömuleiðis hlaut hann blæðingar í vöðvum aftanverðs háls. Hann lést af völdum höfuðáverkans með kjölfarandi umfangsmiklu heilamari og áverka á andliti sem torveldaði öndun. Níu aðstandendur hins látna gera miskabótakröfur í málinu upp á samanlagt 27 milljónir króna, þrjár milljónir króna hver. Þá eru gerðar kröfur fyrir hönd ólögráða barna Gylfa vegna missis á framfærslu. Krafist er að Magnús Aron greiði útfararkostnað og sömuleiðis málskostnað málsins.
Manndráp í Barðavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Neitar sök í Barðavogsmálinu Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið. 30. ágúst 2022 15:40 Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2022 15:38 Manndrápið í Barðavogi komið á borð héraðssaksóknara Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Barðavogi í byrjun júní er lokið og málið er komið til héraðssaksóknara. 25. ágúst 2022 19:52 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Neitar sök í Barðavogsmálinu Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið. 30. ágúst 2022 15:40
Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2022 15:38
Manndrápið í Barðavogi komið á borð héraðssaksóknara Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Barðavogi í byrjun júní er lokið og málið er komið til héraðssaksóknara. 25. ágúst 2022 19:52