Innlent

Mann­drápið í Barða­vogi komið á borð héraðs­sak­sóknara

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Rannsókn lögreglu á manndrápi í Barðavogi er lokið.
Rannsókn lögreglu á manndrápi í Barðavogi er lokið. Vísir/Helena

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Barðavogi í byrjun júní er lokið og málið er komið til héraðssaksóknara.

RÚV greinir frá þessu og hefur eftir Grími Grímssyni, yfirlögregluþjóni hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Maður á þrítugsaldri, sem grunaður er um að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana í Barðavogi 4. júní síðastliðinn, situr enn í gæsluvarðhaldi en gæsluvarðhald hans var framlengt í lok síðasta mánaðar. 

Gylfi fannst meðvitundarlaus fyrir utan heimili sitt kvöldið 4. júní  og endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Meintur banamaður hans bjó í sama húsi og var handtekinn samdægurs. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að Gylfi hafi látist af völdum barsmíða og barefli hafi verið notað. 

Grímur Grímsson sagði í samtali við fréttastofu 28. júlí síðastliðinn að rannsókn miðaði vel og yrði lokið áður en gæsluvarðhald rynni út yfir manninum. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×