West Ham United og Tottenham Hotspur gerðu 1-1 jafntefli í Lundúnaslag ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.
Thilo Kehrer, varnarmaður West Ham, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks og leiddu gestirnir er liðin gengu til búningsherbergja.
Aðeins eitt mark var skorað í síðari hálfleik og það gerði Tomáš Souček fyrir West Ham. Staðan 1-1 er flautað var til leiksloka og bæði lið þurftu að sætta sig við eitt stig.
Tottenham er í 3. sæti með 11 stig eftir fimm leiki á meðan West Ham er í 14. sæti með fimm stig.