Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Skotárásin á Blönduósi, leikskólamál, umboðsmaður Alþingis og Mikhail Gorbachev verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Ástæðulaust er að fara með mál fyrir dómstóla ef augljóst þykir að neyðarvörn hafi verið beitt, segir fyrrverandi hæstaréttardómari. Maðurinn sem varð fyrir skoti á heimili sínu á Blönduósi og sonur hans eru með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu.

Það stendur ekki til að loka alfarið leikskólanum Bakka í Grafarvogi; það er að segja hann mun áfram hýsa leikskólabörn. Foreldrar í hverfinu eru uggandi yfir framtíð skólans.

Mikhail Gorbachev, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn. Hann naut virðingar á Vesturlöndum en var óvinsæll heima fyrir og enn er óvíst hvort hann fær opinbera útför.

Umboðsmaður Alþingis segir að heimsfaraldur COVID-19 hafi reynt töluvert á þanþol grunnregla réttarríkisins. Embættið hefur aldrei leyst úr fleiri málum á einu ári en árið 2021.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×