Enski boltinn

Góð byrjun nýliðanna heldur áfram | Wissa bjargaði stigi fyrir Brentford

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aleksandar Mitovic heldur áfram að skora í ensku úrvalsdeildinni.
Aleksandar Mitovic heldur áfram að skora í ensku úrvalsdeildinni. Bryn Lennon/Getty Images

Tveimur leikjum af fjórum sem fara fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er nú lokið. Nýliðar Fulham halda áfram á sinni góðu byrjun, en liðið vann 2-1 sigur gegn Brighton. Á sama tíma gerðu Crystal Palaze og Brentford 1-1 jafntefli þar sem Yoane Wissa reyndist hetja gestanna.

Markalaust var þegar flautað var til hálfleiks í viðureign Fulham og Brighton, en það var Serbinn Aleksandar Mitrovic sem braut ísinn fyrir heimamenn í Fulham strax á þriðju mínútu síðari hálfleiks.

Sjö mínútum síðar var staðan svo orðin 2-0 þegar Lewis Dunk varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Alexis MacAllister minnkaði þó muninn fyrir gestina með marki af vítapunktinum eftir klukkutíma leik og þar við sat.

Niðurstaðan því 2-1 sigur Fulham, en liðið er nú með átta stig í fimmta sæti deildarinnar eftir fyrstu fimm leiki tímabilsins. Brighton situr hins vegar sæti ofar með tíu stig.

Á sama tíma tók Crystal Palace á móti Brentford þar sem Wilfried Zaha kom heimamönnum yfir á 59. mínútu áður en Yoane Wissa jafnaði metin tveimur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.

Crystal Palace situr nú í 13. sæti deildarinnar með fimm stig eftir jafn marka leiki, en Brentford situr hins vegar í níunda sæti með sex stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×