„Hann vill að ég fái fleiri stelpur til að taka upp mínar hefðir“ Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2022 09:01 Frænkurnar Dagný Brynjarsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir léttar í bragði. Þær eru í lykilhlutverkum hjá íslenska landsliðinu sem stefnir á að landa HM-sæti í fyrsta sinn í sögunni, helst næsta þriðjudag. VÍSIR/VILHELM Dagný Brynjarsdóttir segir að nú sé mögulega síðasti sénsinn hennar til að komast með íslenska landsliðinu í lokakeppni HM í fótbolta. Hún mætir í landsleikina við Hvíta-Rússland og Holland eftir að hafa nýverið fengið nýtt ábyrgðarhlutverk hjá West Ham. Dagný var gerð að fyrirliða West Ham á dögunum en hún hefur verið á mála hjá félaginu síðasta eitt og hálfa árið. Þessi 31 árs gamli Rangæingur hefur haldið með West Ham frá því í æsku og því er væntanlega draumur að verða fyrirliði liðsins? „Þetta er fyrst og fremst heiður, og gaman að þeir treysti mér fyrir því að leiða liðið áfram. Ég er samt bara enn þá sama Dagný en fæ kannski aðeins meiri ábyrgð,“ segir Dagný létt í bragði. Paul Konchesky, þjálfari West Ham, hefur greinilega miklar mætur á Íslendingnum í liðinu sínu: „Honum fannst ég bara góð fyrirmynd innan vallar og utan vallar. Góður leiðtogi. Hann vill að ég dragi liðið áfram með mér og fái fleiri stelpur til að taka upp mínar hefðir, sérstaklega kannski utan vallar,“ segir Dagný og bætir við að Hamrarnir ætli sér að gera enn betur í vetur en á síðustu leiktíð, sem þó hafi verið sú besta hjá liðinu frá upphafi. Klippa: Dagný um fyrirliðahlutverkið og leiðina að HM Næstu daga hugsar Dagný hins vegar alfarið um leiki Íslands í undankeppni HM því með sigri gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag, og að minnsta kosti jafntefli við Holland í Utrecht næsta þriðjudagskvöld, tryggir Ísland sér sæti á HM í fyrsta sinn. „Þetta eru ótrúlega mikilvægir leikir, sérstaklega Hvít-Rússaleikurinn. Það er stórleikur og sérstaklega mikilvægt að við séum einbeittar að því verkefni. Við þurfum að taka þrjú stig þar svo að leikurinn við Holland verði næsti stórleikur. Við stefnum að því að klára dæmið í þessum leikjum og vonandi gengur það eftir en við verðum að spila vel,“ segir Dagný. Dagný Brynjarsdóttir er langmarkahæst í núverandi landsliðshópi Íslands, með 35 mörk.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Kannski er þetta síðasti sénsinn manns“ Ísland fagnaði 5-0 sigri gegn Hvíta-Rússlandi í apríl, í leik sem fór fram í Belgrad, en Dagný varar við of mikilli bjartsýni fyrir föstudaginn: „Eftir 5-0 sigur er kannski auðvelt að segja að við eigum að vera sterkari en það sem skeði í leiknum gegn þeim úti var að við nýttum færin okkar vel og náðum að skora snemma á þær. Það gerði það að verkum að þær þurftu að stíga framar og við gátum þá opnað þær meira. Það er mikilvægt að við spilum vel, látum boltann ganga hratt á milli og klárum þau færi sem við fáum. En Hvít-Rússarnir unnu Tékkana og Tékkarnir gerðu jafntefli við Hollendinga, þannig að þær eru með öflugt lið og við þurfum að spila vel til að vinna,“ segir Dagný. En hversu mikils virði yrði það fyrir hana að komast á HM? „Það er draumur og hefur alltaf verið draumur að komast með íslenska landsliðinu á HM. Vonandi gengur það eftir. Alla langar til að það gerist. Nú er maður orðinn 31 árs og veit aldrei hvort að næsti séns komi. Kannski er þetta síðasti sénsinn manns. Vonandi gengur það eftir.“ Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. Enski boltinn Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
Dagný var gerð að fyrirliða West Ham á dögunum en hún hefur verið á mála hjá félaginu síðasta eitt og hálfa árið. Þessi 31 árs gamli Rangæingur hefur haldið með West Ham frá því í æsku og því er væntanlega draumur að verða fyrirliði liðsins? „Þetta er fyrst og fremst heiður, og gaman að þeir treysti mér fyrir því að leiða liðið áfram. Ég er samt bara enn þá sama Dagný en fæ kannski aðeins meiri ábyrgð,“ segir Dagný létt í bragði. Paul Konchesky, þjálfari West Ham, hefur greinilega miklar mætur á Íslendingnum í liðinu sínu: „Honum fannst ég bara góð fyrirmynd innan vallar og utan vallar. Góður leiðtogi. Hann vill að ég dragi liðið áfram með mér og fái fleiri stelpur til að taka upp mínar hefðir, sérstaklega kannski utan vallar,“ segir Dagný og bætir við að Hamrarnir ætli sér að gera enn betur í vetur en á síðustu leiktíð, sem þó hafi verið sú besta hjá liðinu frá upphafi. Klippa: Dagný um fyrirliðahlutverkið og leiðina að HM Næstu daga hugsar Dagný hins vegar alfarið um leiki Íslands í undankeppni HM því með sigri gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag, og að minnsta kosti jafntefli við Holland í Utrecht næsta þriðjudagskvöld, tryggir Ísland sér sæti á HM í fyrsta sinn. „Þetta eru ótrúlega mikilvægir leikir, sérstaklega Hvít-Rússaleikurinn. Það er stórleikur og sérstaklega mikilvægt að við séum einbeittar að því verkefni. Við þurfum að taka þrjú stig þar svo að leikurinn við Holland verði næsti stórleikur. Við stefnum að því að klára dæmið í þessum leikjum og vonandi gengur það eftir en við verðum að spila vel,“ segir Dagný. Dagný Brynjarsdóttir er langmarkahæst í núverandi landsliðshópi Íslands, með 35 mörk.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Kannski er þetta síðasti sénsinn manns“ Ísland fagnaði 5-0 sigri gegn Hvíta-Rússlandi í apríl, í leik sem fór fram í Belgrad, en Dagný varar við of mikilli bjartsýni fyrir föstudaginn: „Eftir 5-0 sigur er kannski auðvelt að segja að við eigum að vera sterkari en það sem skeði í leiknum gegn þeim úti var að við nýttum færin okkar vel og náðum að skora snemma á þær. Það gerði það að verkum að þær þurftu að stíga framar og við gátum þá opnað þær meira. Það er mikilvægt að við spilum vel, látum boltann ganga hratt á milli og klárum þau færi sem við fáum. En Hvít-Rússarnir unnu Tékkana og Tékkarnir gerðu jafntefli við Hollendinga, þannig að þær eru með öflugt lið og við þurfum að spila vel til að vinna,“ segir Dagný. En hversu mikils virði yrði það fyrir hana að komast á HM? „Það er draumur og hefur alltaf verið draumur að komast með íslenska landsliðinu á HM. Vonandi gengur það eftir. Alla langar til að það gerist. Nú er maður orðinn 31 árs og veit aldrei hvort að næsti séns komi. Kannski er þetta síðasti sénsinn manns. Vonandi gengur það eftir.“ Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
Enski boltinn Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti