Lára fékk langþráð já frá Háskóla Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2022 16:50 Lára Þorsteinsdóttir ræddi málefni fatlaðra í þættinum Spjallið með Góðvild. Mission framleiðsla Lára Þorsteinsdóttir hefur fengið grænt ljós frá Háskóla Íslands til að sækja námskeiðið SAG101G - Sagnfræðileg vinnubrögð. Lára hefur vakið athygli á takmörkuðu framboði náms í boði hjá skólanum fyrir fólk með fötlun. Lára, sem er 23 ára kona með einhverfu, minnti í Spjallinu með Góðvild á Vísi í fyrra á rétt fatlaðra til menntunar eins og aðrir. Í framhaldi af viðtalinu við Láru sagði rektor HÍ til skoðunar að auka framboð náms fyrir fatlaða. „Við erum að skoða það núna hvernig við getum komið til móts við þennan hóp og tengt þetta fleiri fræðasviðum,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, við fréttastofu í júní í fyrra. Rúmlega ári síðar fagnar Lára, og foreldrar hennar um leið þau Þorsteinn J. Vilhjálmsson og María Ellingsen. „Háskólinn sagði já! Lára Þorsteinsdóttir fær að byrja í dag í námskeiðinu SAG101G. SAGNFRÆÐILEG VINNUBRÖGÐ við Háskóla Íslands. Stór stund, fyrsti tíminn í sagnfræði við Háskóla Íslands, og Lára er glöð og þakklát,“ segir Þorsteinn í færslu á Facebook. „Áfram Lára! Opna dyr- stækka heiminn!“ segir María Ellingsen. Þar deilir hann skilaboðum frá Láru á þessum tímamótum: „Það er ástæða til að þakka öllum þeim sem lögðu þessu baráttumáli mínu lið og opnuðu leiðina fyrir mér inn í sagnfræðinám við Háskóla Íslands: Sólveig Ólafsdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Guðrún Valgerður Stefánsdóttir, Ágústa Björnsdóttir, Jón Atli Benediktsson, og svo baráttukonurnar og fyrirmyndir mínar, Embla Guðrúnar Ágúsdóttir og Freyja Haraldsdóttir. Pabbi og mamma fá líka þakkir en þau eru vinsamlegast beðin að hætta að skipta sér svona mikið af mínum málum,“ segir Lára. Lára sagði í viðtalinu í Spjallinu með góðvild hve áhugasöm hún væri um sagnfræði. „Fyrir bókaorm eins og mig sem hefur brennandi áhuga á sagnfræði og fékk tíu í sagnfræði í menntaskóla, þá hefði ég til dæmis svo gjarnan viljað sækja líka tíma í sagnfræðideildinni.“ Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Háskólar Tengdar fréttir Til skoðunar að auka framboð náms fyrir fatlaða í HÍ Rektor Háskóla Íslands segir til skoðunar að auka námsframboð í skólanum fyrir fólk með fötlun. Einhverf kona segir ósanngjarnt að henni standi bara starfstengt diplómanám til boða. 23. júní 2021 13:20 Ósanngjarnt að þetta sé eina námið sem stendur fötluðum til boða Lára Þorsteinsdóttir, 22 ára kona með einhverfu, gagnrýnir framboð á námi við Háskóla Íslands fyrir fatlað fólk og segir það mjög takmarkað. Fatlaðir eigi rétt á menntun eins og aðrir og því þurfi að bæta úr þessu. 15. júní 2021 07:00 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Lára, sem er 23 ára kona með einhverfu, minnti í Spjallinu með Góðvild á Vísi í fyrra á rétt fatlaðra til menntunar eins og aðrir. Í framhaldi af viðtalinu við Láru sagði rektor HÍ til skoðunar að auka framboð náms fyrir fatlaða. „Við erum að skoða það núna hvernig við getum komið til móts við þennan hóp og tengt þetta fleiri fræðasviðum,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, við fréttastofu í júní í fyrra. Rúmlega ári síðar fagnar Lára, og foreldrar hennar um leið þau Þorsteinn J. Vilhjálmsson og María Ellingsen. „Háskólinn sagði já! Lára Þorsteinsdóttir fær að byrja í dag í námskeiðinu SAG101G. SAGNFRÆÐILEG VINNUBRÖGÐ við Háskóla Íslands. Stór stund, fyrsti tíminn í sagnfræði við Háskóla Íslands, og Lára er glöð og þakklát,“ segir Þorsteinn í færslu á Facebook. „Áfram Lára! Opna dyr- stækka heiminn!“ segir María Ellingsen. Þar deilir hann skilaboðum frá Láru á þessum tímamótum: „Það er ástæða til að þakka öllum þeim sem lögðu þessu baráttumáli mínu lið og opnuðu leiðina fyrir mér inn í sagnfræðinám við Háskóla Íslands: Sólveig Ólafsdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Guðrún Valgerður Stefánsdóttir, Ágústa Björnsdóttir, Jón Atli Benediktsson, og svo baráttukonurnar og fyrirmyndir mínar, Embla Guðrúnar Ágúsdóttir og Freyja Haraldsdóttir. Pabbi og mamma fá líka þakkir en þau eru vinsamlegast beðin að hætta að skipta sér svona mikið af mínum málum,“ segir Lára. Lára sagði í viðtalinu í Spjallinu með góðvild hve áhugasöm hún væri um sagnfræði. „Fyrir bókaorm eins og mig sem hefur brennandi áhuga á sagnfræði og fékk tíu í sagnfræði í menntaskóla, þá hefði ég til dæmis svo gjarnan viljað sækja líka tíma í sagnfræðideildinni.“
Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Háskólar Tengdar fréttir Til skoðunar að auka framboð náms fyrir fatlaða í HÍ Rektor Háskóla Íslands segir til skoðunar að auka námsframboð í skólanum fyrir fólk með fötlun. Einhverf kona segir ósanngjarnt að henni standi bara starfstengt diplómanám til boða. 23. júní 2021 13:20 Ósanngjarnt að þetta sé eina námið sem stendur fötluðum til boða Lára Þorsteinsdóttir, 22 ára kona með einhverfu, gagnrýnir framboð á námi við Háskóla Íslands fyrir fatlað fólk og segir það mjög takmarkað. Fatlaðir eigi rétt á menntun eins og aðrir og því þurfi að bæta úr þessu. 15. júní 2021 07:00 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Til skoðunar að auka framboð náms fyrir fatlaða í HÍ Rektor Háskóla Íslands segir til skoðunar að auka námsframboð í skólanum fyrir fólk með fötlun. Einhverf kona segir ósanngjarnt að henni standi bara starfstengt diplómanám til boða. 23. júní 2021 13:20
Ósanngjarnt að þetta sé eina námið sem stendur fötluðum til boða Lára Þorsteinsdóttir, 22 ára kona með einhverfu, gagnrýnir framboð á námi við Háskóla Íslands fyrir fatlað fólk og segir það mjög takmarkað. Fatlaðir eigi rétt á menntun eins og aðrir og því þurfi að bæta úr þessu. 15. júní 2021 07:00