Lára fékk langþráð já frá Háskóla Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2022 16:50 Lára Þorsteinsdóttir ræddi málefni fatlaðra í þættinum Spjallið með Góðvild. Mission framleiðsla Lára Þorsteinsdóttir hefur fengið grænt ljós frá Háskóla Íslands til að sækja námskeiðið SAG101G - Sagnfræðileg vinnubrögð. Lára hefur vakið athygli á takmörkuðu framboði náms í boði hjá skólanum fyrir fólk með fötlun. Lára, sem er 23 ára kona með einhverfu, minnti í Spjallinu með Góðvild á Vísi í fyrra á rétt fatlaðra til menntunar eins og aðrir. Í framhaldi af viðtalinu við Láru sagði rektor HÍ til skoðunar að auka framboð náms fyrir fatlaða. „Við erum að skoða það núna hvernig við getum komið til móts við þennan hóp og tengt þetta fleiri fræðasviðum,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, við fréttastofu í júní í fyrra. Rúmlega ári síðar fagnar Lára, og foreldrar hennar um leið þau Þorsteinn J. Vilhjálmsson og María Ellingsen. „Háskólinn sagði já! Lára Þorsteinsdóttir fær að byrja í dag í námskeiðinu SAG101G. SAGNFRÆÐILEG VINNUBRÖGÐ við Háskóla Íslands. Stór stund, fyrsti tíminn í sagnfræði við Háskóla Íslands, og Lára er glöð og þakklát,“ segir Þorsteinn í færslu á Facebook. „Áfram Lára! Opna dyr- stækka heiminn!“ segir María Ellingsen. Þar deilir hann skilaboðum frá Láru á þessum tímamótum: „Það er ástæða til að þakka öllum þeim sem lögðu þessu baráttumáli mínu lið og opnuðu leiðina fyrir mér inn í sagnfræðinám við Háskóla Íslands: Sólveig Ólafsdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Guðrún Valgerður Stefánsdóttir, Ágústa Björnsdóttir, Jón Atli Benediktsson, og svo baráttukonurnar og fyrirmyndir mínar, Embla Guðrúnar Ágúsdóttir og Freyja Haraldsdóttir. Pabbi og mamma fá líka þakkir en þau eru vinsamlegast beðin að hætta að skipta sér svona mikið af mínum málum,“ segir Lára. Lára sagði í viðtalinu í Spjallinu með góðvild hve áhugasöm hún væri um sagnfræði. „Fyrir bókaorm eins og mig sem hefur brennandi áhuga á sagnfræði og fékk tíu í sagnfræði í menntaskóla, þá hefði ég til dæmis svo gjarnan viljað sækja líka tíma í sagnfræðideildinni.“ Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Háskólar Tengdar fréttir Til skoðunar að auka framboð náms fyrir fatlaða í HÍ Rektor Háskóla Íslands segir til skoðunar að auka námsframboð í skólanum fyrir fólk með fötlun. Einhverf kona segir ósanngjarnt að henni standi bara starfstengt diplómanám til boða. 23. júní 2021 13:20 Ósanngjarnt að þetta sé eina námið sem stendur fötluðum til boða Lára Þorsteinsdóttir, 22 ára kona með einhverfu, gagnrýnir framboð á námi við Háskóla Íslands fyrir fatlað fólk og segir það mjög takmarkað. Fatlaðir eigi rétt á menntun eins og aðrir og því þurfi að bæta úr þessu. 15. júní 2021 07:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Lára, sem er 23 ára kona með einhverfu, minnti í Spjallinu með Góðvild á Vísi í fyrra á rétt fatlaðra til menntunar eins og aðrir. Í framhaldi af viðtalinu við Láru sagði rektor HÍ til skoðunar að auka framboð náms fyrir fatlaða. „Við erum að skoða það núna hvernig við getum komið til móts við þennan hóp og tengt þetta fleiri fræðasviðum,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, við fréttastofu í júní í fyrra. Rúmlega ári síðar fagnar Lára, og foreldrar hennar um leið þau Þorsteinn J. Vilhjálmsson og María Ellingsen. „Háskólinn sagði já! Lára Þorsteinsdóttir fær að byrja í dag í námskeiðinu SAG101G. SAGNFRÆÐILEG VINNUBRÖGÐ við Háskóla Íslands. Stór stund, fyrsti tíminn í sagnfræði við Háskóla Íslands, og Lára er glöð og þakklát,“ segir Þorsteinn í færslu á Facebook. „Áfram Lára! Opna dyr- stækka heiminn!“ segir María Ellingsen. Þar deilir hann skilaboðum frá Láru á þessum tímamótum: „Það er ástæða til að þakka öllum þeim sem lögðu þessu baráttumáli mínu lið og opnuðu leiðina fyrir mér inn í sagnfræðinám við Háskóla Íslands: Sólveig Ólafsdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Guðrún Valgerður Stefánsdóttir, Ágústa Björnsdóttir, Jón Atli Benediktsson, og svo baráttukonurnar og fyrirmyndir mínar, Embla Guðrúnar Ágúsdóttir og Freyja Haraldsdóttir. Pabbi og mamma fá líka þakkir en þau eru vinsamlegast beðin að hætta að skipta sér svona mikið af mínum málum,“ segir Lára. Lára sagði í viðtalinu í Spjallinu með góðvild hve áhugasöm hún væri um sagnfræði. „Fyrir bókaorm eins og mig sem hefur brennandi áhuga á sagnfræði og fékk tíu í sagnfræði í menntaskóla, þá hefði ég til dæmis svo gjarnan viljað sækja líka tíma í sagnfræðideildinni.“
Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Háskólar Tengdar fréttir Til skoðunar að auka framboð náms fyrir fatlaða í HÍ Rektor Háskóla Íslands segir til skoðunar að auka námsframboð í skólanum fyrir fólk með fötlun. Einhverf kona segir ósanngjarnt að henni standi bara starfstengt diplómanám til boða. 23. júní 2021 13:20 Ósanngjarnt að þetta sé eina námið sem stendur fötluðum til boða Lára Þorsteinsdóttir, 22 ára kona með einhverfu, gagnrýnir framboð á námi við Háskóla Íslands fyrir fatlað fólk og segir það mjög takmarkað. Fatlaðir eigi rétt á menntun eins og aðrir og því þurfi að bæta úr þessu. 15. júní 2021 07:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Til skoðunar að auka framboð náms fyrir fatlaða í HÍ Rektor Háskóla Íslands segir til skoðunar að auka námsframboð í skólanum fyrir fólk með fötlun. Einhverf kona segir ósanngjarnt að henni standi bara starfstengt diplómanám til boða. 23. júní 2021 13:20
Ósanngjarnt að þetta sé eina námið sem stendur fötluðum til boða Lára Þorsteinsdóttir, 22 ára kona með einhverfu, gagnrýnir framboð á námi við Háskóla Íslands fyrir fatlað fólk og segir það mjög takmarkað. Fatlaðir eigi rétt á menntun eins og aðrir og því þurfi að bæta úr þessu. 15. júní 2021 07:00