Eitt karlkyns ljón, ljónynja og hvolparnir tveir voru í búrinu þegar maðurinn, sem sagður er hafa verið að miðjum aldrei, fór þar inn.
Samkvæmt frétt BBC þurfti maðurinn að klifra yfir eina þriggja metra háa girðingu og svo aðra sex metra háa til að komast inn í búr ljónanna. Hann var svo fljótt drepinn af ljónunum í búrinu.
Yfirvöld í Gana sögðu í yfirlýsingu í gær að starfsmenn dýragarðsins hefðu rekið ljónin inn í lokað svæði og tekist að fjarlægja lík mannsins úr búrinu. Enn liggur ekki fyrir hvað manninum gekk til en eins og áður segir er talið að hann hafi ætlað að taka hvolpana.
Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni í Gana.
The victim who is yet to be identified was found dead in the lion enclosure of the zoo today, 28th August 2022.
— Ghana Police Service (@GhPoliceService) August 28, 2022
After the necessary forensic examination of the scene, the body was removed and has been deposited at the Police Hospital morgue for preservation and autopsy.