Innlent

Segir manneklu í leikskólunum stærsta vandamálið

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Árelía Eydís Guðmundsdóttir er formaður skóla- og frístundasviðs borgarinnar.
Árelía Eydís Guðmundsdóttir er formaður skóla- og frístundasviðs borgarinnar. Vísir/Vilhelm

Það er fyrst og fremst mannekla sem veldur því að ekki er hægt að bjóða fleiri börnum leikskólapláss en raun ber vitni. 

Þetta segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Morgunblaðið.

Að sögn Árelíu bendir allt til þess að hægt verði að opna Ævintýraborg við Nauthólsveg á næstu vikum.

Árelía segist ekki telja að lausnin sé að stytta nám leikskólakennara; bera verði virðingu fyrir þeim sem fagstétt. 

Þá bendir hún á að umsækjendum í námið hafi fjölgað. Mikilvægt sé að horfa á heildarmyndina og leita annarra lausna, til að mynda að breyta fæðingarorlofskerfinu og auka stuðning við dagmæðrakerfið. Þá þurfi atvinnulífið að koma til móts við foreldra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×