„Þetta veikindaleyfi fer í súginn og ég hef enga peninga“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. ágúst 2022 21:06 Tamás segir fyrirtækið sem hann starfaði hjá ekki ætla að greiða honum veikindadaga sem hann eigi rétt á. Vísir/Steingrímur Dúi Ungverskur maður sakar fyrrverandi vinnuveitanda sinn um að hafa af sér á annað hundrað þúsund krónur í vangreiddum veikindadögum. Fyrirtækið skráði hann ekki í stéttarfélag, þrátt fyrir óskir hans þess efnis. Launaþjófnaður sem þessi getur hlaupið á milljónum króna, að sögn ASÍ. Tamás Albeck er frá Ungverjalandi, og kom hingað til lands síðasta sumar, til að starfa á hóteli á Vestfjörðum. Eftir síðasta sumar færði hann sig um set og lét nýlega af störfum hjá verktakafyrirtæki sem hann hafði verið hjá síðan í október. Að læknisráði var hann frá vinnu um stund, en fyrirtækið hefur ekki viljað greiða honum þá veikindadaga sem bæði hann og stéttarfélag hans segja hann eiga rétt á. „Svo þetta veikindaleyfi fer í súginn og ég hef enga peninga. Ég vil berjast gegn þessu, fyrir réttindum mínum.“ Tamás segir vinnuveitanda sinn þá ekki hafa greitt í stéttarfélag, þrátt fyrir óskir hans um að vera skráður í verkalýðsfélagið Hlíf. Stéttarfélagið hefur engu að síður verið honum innan handar við að fá úrlausn sinna mála, ásamt ASÍ. „Svo ég þakka kærlega fyrir þetta og ég vil taka þátt í því. Frá september verð ég félagi í þessu verkalýðsfélagi.“ Í samtali við fréttastofu í vikunni sagði verkefnastjóri hjá vinnueftirliti ASÍ að launaþjófnaðarmálum færi fjölgandi. Stéttarfélagið áætlar að Tamas eigi inni á annað hundrað þúsund króna hjá fyrrverandi vinnuveitanda sínum, en í sumum málum hleypur tjón starfsfólks á milljónum króna. Tamás hefur heyrt af sams konar málum hjá samlöndum sínum, til að mynda að yfirvinna hafi ekki verið greidd út. Þrátt fyrir að standa í stappi við fyrrverandi vinnuveitanda sinn er Tamás ekki á förum frá Íslandi. „Þegar ég kom fyrst til Vestfjarða var það dásamlegt. Ég hafði átt í miklum erfiðleikum í Ungverjalandi vegna þunglyndis en Ísland læknar mig. Það er eins og himnaríki fyrir mig.“ Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Tamás Albeck er frá Ungverjalandi, og kom hingað til lands síðasta sumar, til að starfa á hóteli á Vestfjörðum. Eftir síðasta sumar færði hann sig um set og lét nýlega af störfum hjá verktakafyrirtæki sem hann hafði verið hjá síðan í október. Að læknisráði var hann frá vinnu um stund, en fyrirtækið hefur ekki viljað greiða honum þá veikindadaga sem bæði hann og stéttarfélag hans segja hann eiga rétt á. „Svo þetta veikindaleyfi fer í súginn og ég hef enga peninga. Ég vil berjast gegn þessu, fyrir réttindum mínum.“ Tamás segir vinnuveitanda sinn þá ekki hafa greitt í stéttarfélag, þrátt fyrir óskir hans um að vera skráður í verkalýðsfélagið Hlíf. Stéttarfélagið hefur engu að síður verið honum innan handar við að fá úrlausn sinna mála, ásamt ASÍ. „Svo ég þakka kærlega fyrir þetta og ég vil taka þátt í því. Frá september verð ég félagi í þessu verkalýðsfélagi.“ Í samtali við fréttastofu í vikunni sagði verkefnastjóri hjá vinnueftirliti ASÍ að launaþjófnaðarmálum færi fjölgandi. Stéttarfélagið áætlar að Tamas eigi inni á annað hundrað þúsund króna hjá fyrrverandi vinnuveitanda sínum, en í sumum málum hleypur tjón starfsfólks á milljónum króna. Tamás hefur heyrt af sams konar málum hjá samlöndum sínum, til að mynda að yfirvinna hafi ekki verið greidd út. Þrátt fyrir að standa í stappi við fyrrverandi vinnuveitanda sinn er Tamás ekki á förum frá Íslandi. „Þegar ég kom fyrst til Vestfjarða var það dásamlegt. Ég hafði átt í miklum erfiðleikum í Ungverjalandi vegna þunglyndis en Ísland læknar mig. Það er eins og himnaríki fyrir mig.“
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31
Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56