Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. ágúst 2022 19:29 Saga Kjartansdóttir er verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits ASÍ og stéttarfélaganna. Vísir/Egill Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. Kjaradeild Fagfélaganna segir að fólkið, þrír erlendir starfsmenn veitingastaðanna Bambus og Flame, hafi fengið allt of lág laun miðað við unna tíma. Þá hafi fólkið ekki fengið greitt orlof, vaktálag, yfirvinnu eða uppbætur. Tjónið geti hlaupið á milljónum króna fyrir hvern starfsmann. Eigandi Bambus og Flame segir áskanir um launaþjófnað rangar, og að fólkið, sem bjó í húsnæði á vegum atvinnurekanda síns, hafi valið að búa þar. Stéttarfélög komi fólki ekki alltaf í húsnæði Verkefnastjóri hjá Alþýðusambandinu segir stöðu starfsfólksins sem um ræðir vera skárri en margra annarra. „Það sem er kannski sérstakt við þetta mál er hversu vel tókst að leysa úr því, hversu föstum tökum stéttarfélagið gat tekið málið. Þau gátu komið þeim í húsnæði og meira að segja aðstoðað þau við að komast í ný störf, sem skiptir auðvitað bara sköpum fyrir þetta fólk, þessa þolendur,“ segir Saga Kjartansdóttir, verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits ASÍ og stéttarfélaganna. Hins vegar sé almennt þörf á úrræðum af hálfu félagsþjónustunnar fyrir fórnarlömb launaþjófnaðar og vinnumansals, sem búið hefur í húsnæði á vegum atvinnurekanda síns. „Fólk er að fara í neyðarskýli á vegum borgarinnar og bæjarfélaganna, og konur í kvennaathvarfið. En það vantar alveg klárlega annað húsnæðisúrræði.“ Þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í mánuðinum Nokkuð sé um að fólk finni sig í þeirri stöðu að eiga ekki í nein hús að venda, eftir að hafa tilkynnt um launaþjófnað eða vinnumansal. Slíkum málum sé að fjölga. „Bara sem dæmi get ég sagt frá því að ASÍ hefur bara í þessum mánuði, ágústmánuði, sent þrjár tilkynningar á mansalsteymi lögreglunnar, þar sem er grunur um mansal.“ Þá séu engin eiginleg refsiviðurlög við launaþjófnaði. „Eins og er er það þannig að atvinnurekendur þurfa í versta falli að greiða aftur launin. Með þetta tiltekna mál get ég ekki sagt til um hvernig lögreglan er að skoða það, en það að ekki séu viðurlög við launaþjófnaði almennt er auðvitað gríðarlega slæmt, og eitthvað sem þarf að laga.“ Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56 Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Kjaradeild Fagfélaganna segir að fólkið, þrír erlendir starfsmenn veitingastaðanna Bambus og Flame, hafi fengið allt of lág laun miðað við unna tíma. Þá hafi fólkið ekki fengið greitt orlof, vaktálag, yfirvinnu eða uppbætur. Tjónið geti hlaupið á milljónum króna fyrir hvern starfsmann. Eigandi Bambus og Flame segir áskanir um launaþjófnað rangar, og að fólkið, sem bjó í húsnæði á vegum atvinnurekanda síns, hafi valið að búa þar. Stéttarfélög komi fólki ekki alltaf í húsnæði Verkefnastjóri hjá Alþýðusambandinu segir stöðu starfsfólksins sem um ræðir vera skárri en margra annarra. „Það sem er kannski sérstakt við þetta mál er hversu vel tókst að leysa úr því, hversu föstum tökum stéttarfélagið gat tekið málið. Þau gátu komið þeim í húsnæði og meira að segja aðstoðað þau við að komast í ný störf, sem skiptir auðvitað bara sköpum fyrir þetta fólk, þessa þolendur,“ segir Saga Kjartansdóttir, verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits ASÍ og stéttarfélaganna. Hins vegar sé almennt þörf á úrræðum af hálfu félagsþjónustunnar fyrir fórnarlömb launaþjófnaðar og vinnumansals, sem búið hefur í húsnæði á vegum atvinnurekanda síns. „Fólk er að fara í neyðarskýli á vegum borgarinnar og bæjarfélaganna, og konur í kvennaathvarfið. En það vantar alveg klárlega annað húsnæðisúrræði.“ Þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í mánuðinum Nokkuð sé um að fólk finni sig í þeirri stöðu að eiga ekki í nein hús að venda, eftir að hafa tilkynnt um launaþjófnað eða vinnumansal. Slíkum málum sé að fjölga. „Bara sem dæmi get ég sagt frá því að ASÍ hefur bara í þessum mánuði, ágústmánuði, sent þrjár tilkynningar á mansalsteymi lögreglunnar, þar sem er grunur um mansal.“ Þá séu engin eiginleg refsiviðurlög við launaþjófnaði. „Eins og er er það þannig að atvinnurekendur þurfa í versta falli að greiða aftur launin. Með þetta tiltekna mál get ég ekki sagt til um hvernig lögreglan er að skoða það, en það að ekki séu viðurlög við launaþjófnaði almennt er auðvitað gríðarlega slæmt, og eitthvað sem þarf að laga.“
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56 Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31
Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56
Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06