Á undan Íslandi í keppni með stóru strákunum þó að engin deild sé í landinu Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2022 07:32 Dario Ulrich fagnar marki sínu gegn Rapid Vín sem reyndist duga til að koma Vaduz í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. EPA/GIAN EHRENZELLER Tvær þjóðir, Liechtenstein og Kósovó, eignuðust í gær fulltrúa í riðlakeppni einnar af Evrópukeppnunum þremur í fótbolta karla í fyrsta sinn. Samt er engin deildakeppni fyrir lið í Liechtenstein. Þjóðirnar tvær voru því á undan Íslendingum að fá sæti í Evrópukeppni félagsliða karla en fulltrúar þeirra eru Vaduz frá Liechtenstein og Ballkani frá Kósovó. Það sem gerir árangur Vaduz sérstaklega áhugaverðan er ekki bara það að íbúafjöldinn í Liechtenstein er svipaður og í Kópavogi. Liðið spilar nefnilega í B-deild. Já, þar sem að ekki er deildakeppni í Liechtenstein þá spilar Vaduz í Sviss og er þar í 9. sæti næstefstu deildar. Samt tókst liðinu að slá út þrjá andstæðinga í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og komast í riðlakeppnina. HISTORY! VADUZ BECOME THE FIRST LIECHTENSTEIN CLUB TO REACH THE EUROPEAN GROUP STAGES!The only UEFA member so small it doesn't have its own league completes a fairytale run to the Conference League!We will have a second-division club in continental competition this season! pic.twitter.com/LhA8uGqNFJ— The Sweeper (@SweeperPod) August 25, 2022 Vaduz er hálfpartinn í áskrift að sæti í undankeppnum Evrópukeppna því liðið kemst þangað með því að verða bikarmeistari í Liechtenstein, samhliða því að spila í svissnesku deildakeppninni eins og hin liðin sem leika í bikarkeppninni í Liechtenstein. Liðið lagði engin smálið að velli í sumar. Það byrjaði á að slá út Koper frá Slóveníu og svo Konyaspor frá Tyrklandi, og fullkomnaði svo árangur sinn með því að vinna granna sína frá Austurríki, Rapid Vín, samtals 2-1, eftir 1-0 útisigur í Austurríki í gær. Vaduz og Ballkani verða því með í dag þegar dregið verður í riðla Sambandsdeildar Evrópu og gætu mætt liðum á borð við West Ham, Villarreal og Fiorentina, svo einhver séu nefnd. Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Liechtenstein Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
Þjóðirnar tvær voru því á undan Íslendingum að fá sæti í Evrópukeppni félagsliða karla en fulltrúar þeirra eru Vaduz frá Liechtenstein og Ballkani frá Kósovó. Það sem gerir árangur Vaduz sérstaklega áhugaverðan er ekki bara það að íbúafjöldinn í Liechtenstein er svipaður og í Kópavogi. Liðið spilar nefnilega í B-deild. Já, þar sem að ekki er deildakeppni í Liechtenstein þá spilar Vaduz í Sviss og er þar í 9. sæti næstefstu deildar. Samt tókst liðinu að slá út þrjá andstæðinga í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og komast í riðlakeppnina. HISTORY! VADUZ BECOME THE FIRST LIECHTENSTEIN CLUB TO REACH THE EUROPEAN GROUP STAGES!The only UEFA member so small it doesn't have its own league completes a fairytale run to the Conference League!We will have a second-division club in continental competition this season! pic.twitter.com/LhA8uGqNFJ— The Sweeper (@SweeperPod) August 25, 2022 Vaduz er hálfpartinn í áskrift að sæti í undankeppnum Evrópukeppna því liðið kemst þangað með því að verða bikarmeistari í Liechtenstein, samhliða því að spila í svissnesku deildakeppninni eins og hin liðin sem leika í bikarkeppninni í Liechtenstein. Liðið lagði engin smálið að velli í sumar. Það byrjaði á að slá út Koper frá Slóveníu og svo Konyaspor frá Tyrklandi, og fullkomnaði svo árangur sinn með því að vinna granna sína frá Austurríki, Rapid Vín, samtals 2-1, eftir 1-0 útisigur í Austurríki í gær. Vaduz og Ballkani verða því með í dag þegar dregið verður í riðla Sambandsdeildar Evrópu og gætu mætt liðum á borð við West Ham, Villarreal og Fiorentina, svo einhver séu nefnd.
Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Liechtenstein Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira