Á undan Íslandi í keppni með stóru strákunum þó að engin deild sé í landinu Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2022 07:32 Dario Ulrich fagnar marki sínu gegn Rapid Vín sem reyndist duga til að koma Vaduz í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. EPA/GIAN EHRENZELLER Tvær þjóðir, Liechtenstein og Kósovó, eignuðust í gær fulltrúa í riðlakeppni einnar af Evrópukeppnunum þremur í fótbolta karla í fyrsta sinn. Samt er engin deildakeppni fyrir lið í Liechtenstein. Þjóðirnar tvær voru því á undan Íslendingum að fá sæti í Evrópukeppni félagsliða karla en fulltrúar þeirra eru Vaduz frá Liechtenstein og Ballkani frá Kósovó. Það sem gerir árangur Vaduz sérstaklega áhugaverðan er ekki bara það að íbúafjöldinn í Liechtenstein er svipaður og í Kópavogi. Liðið spilar nefnilega í B-deild. Já, þar sem að ekki er deildakeppni í Liechtenstein þá spilar Vaduz í Sviss og er þar í 9. sæti næstefstu deildar. Samt tókst liðinu að slá út þrjá andstæðinga í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og komast í riðlakeppnina. HISTORY! VADUZ BECOME THE FIRST LIECHTENSTEIN CLUB TO REACH THE EUROPEAN GROUP STAGES!The only UEFA member so small it doesn't have its own league completes a fairytale run to the Conference League!We will have a second-division club in continental competition this season! pic.twitter.com/LhA8uGqNFJ— The Sweeper (@SweeperPod) August 25, 2022 Vaduz er hálfpartinn í áskrift að sæti í undankeppnum Evrópukeppna því liðið kemst þangað með því að verða bikarmeistari í Liechtenstein, samhliða því að spila í svissnesku deildakeppninni eins og hin liðin sem leika í bikarkeppninni í Liechtenstein. Liðið lagði engin smálið að velli í sumar. Það byrjaði á að slá út Koper frá Slóveníu og svo Konyaspor frá Tyrklandi, og fullkomnaði svo árangur sinn með því að vinna granna sína frá Austurríki, Rapid Vín, samtals 2-1, eftir 1-0 útisigur í Austurríki í gær. Vaduz og Ballkani verða því með í dag þegar dregið verður í riðla Sambandsdeildar Evrópu og gætu mætt liðum á borð við West Ham, Villarreal og Fiorentina, svo einhver séu nefnd. Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Liechtenstein Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Sjá meira
Þjóðirnar tvær voru því á undan Íslendingum að fá sæti í Evrópukeppni félagsliða karla en fulltrúar þeirra eru Vaduz frá Liechtenstein og Ballkani frá Kósovó. Það sem gerir árangur Vaduz sérstaklega áhugaverðan er ekki bara það að íbúafjöldinn í Liechtenstein er svipaður og í Kópavogi. Liðið spilar nefnilega í B-deild. Já, þar sem að ekki er deildakeppni í Liechtenstein þá spilar Vaduz í Sviss og er þar í 9. sæti næstefstu deildar. Samt tókst liðinu að slá út þrjá andstæðinga í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og komast í riðlakeppnina. HISTORY! VADUZ BECOME THE FIRST LIECHTENSTEIN CLUB TO REACH THE EUROPEAN GROUP STAGES!The only UEFA member so small it doesn't have its own league completes a fairytale run to the Conference League!We will have a second-division club in continental competition this season! pic.twitter.com/LhA8uGqNFJ— The Sweeper (@SweeperPod) August 25, 2022 Vaduz er hálfpartinn í áskrift að sæti í undankeppnum Evrópukeppna því liðið kemst þangað með því að verða bikarmeistari í Liechtenstein, samhliða því að spila í svissnesku deildakeppninni eins og hin liðin sem leika í bikarkeppninni í Liechtenstein. Liðið lagði engin smálið að velli í sumar. Það byrjaði á að slá út Koper frá Slóveníu og svo Konyaspor frá Tyrklandi, og fullkomnaði svo árangur sinn með því að vinna granna sína frá Austurríki, Rapid Vín, samtals 2-1, eftir 1-0 útisigur í Austurríki í gær. Vaduz og Ballkani verða því með í dag þegar dregið verður í riðla Sambandsdeildar Evrópu og gætu mætt liðum á borð við West Ham, Villarreal og Fiorentina, svo einhver séu nefnd.
Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Liechtenstein Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Sjá meira