„Vel uppaldir drengir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2022 11:00 Tekið til eftir fagnaðarlæti. Twitter@FCKobenhavn Skemmtileg mynd var birt á samfélagsmiðlum FC Kaupmannahafnar eftir að liðið tryggði sér sæti í riðakeppni Meistaradeildar Evrópu. Sjá má myndina hér að ofan en þar sjást íslensku landsliðsmennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson hjálpa til við að þrífa klefann að loknum fagnaðarlátunum eftir leik. Eftir frábæran 2-1 sigur gegn Tyrklandsmeisturum Trabzonspor í fyrri leik liðanna héldu leikmenn FC Kaupmannahafnar til Tyrklands í leikinn sem gæti komið liðinu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn síðan 2016. Tyrkirnir byrjuðu töluvert betur og gerðu hvað þeir gátu til að komast yfir en bæði Hákon Arnar og Ísak Bergmann þurftu að bíta í það súra epli að byrja leikinn á bekknum. Allt kom þó fyrir ekki og staðan markalaus er liðin gengu til búningsherbergja. Staðan var áfram markalaus í síðari hálfleik, Hákon Arnar kom inn á þegar 79 mínútur voru liðnar og hjálpaði FCK að halda út. Lokatölur 0-0 og Danmerkurmeistararnir komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. There's nothing like that #UCLfeeling, eh @FCKobenhavn? pic.twitter.com/XJOqfYUF4C— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) August 25, 2022 Eftir leik var eðlilega fagnað ágætlega enda nokkur ár síðan liðið komst alla leið í riðlakeppni í Meistaradeild Evrópu. Að fagnaðarlátunum loknum þurfti hins vegar að taka til í klefanum. Þar hjálpuðu Hákon Arnar og Ísak Bergmann til en birt var mynd af þeim félögum að sjá til þess að klefinn væri sem smekklegastur. „Vel uppaldir drengir,“ segir í færslu FC Kaupmannahafnar á Twitter og eru foreldrar drengjanna tveggja eflaust mjög sammála um það. Well raised boys #fcklive pic.twitter.com/iPziSfAEIv— F.C. København (@FCKobenhavn) August 24, 2022 Dregið verður í riðla Meistaradeildar Evrópu klukkan 16.00 í dag. Sjá má dráttinn beint á Vísi. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íslendingalið FCK áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Dönsku meistararnir í FC Kaupmannahöfn verða í pottinum á morgun þegar dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagðan 2-1 sigur á tyrkneska liðinu Trabzonspor í umspili um laust sæti í riðlakeppninni. 24. ágúst 2022 21:15 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Sjá meira
Eftir frábæran 2-1 sigur gegn Tyrklandsmeisturum Trabzonspor í fyrri leik liðanna héldu leikmenn FC Kaupmannahafnar til Tyrklands í leikinn sem gæti komið liðinu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn síðan 2016. Tyrkirnir byrjuðu töluvert betur og gerðu hvað þeir gátu til að komast yfir en bæði Hákon Arnar og Ísak Bergmann þurftu að bíta í það súra epli að byrja leikinn á bekknum. Allt kom þó fyrir ekki og staðan markalaus er liðin gengu til búningsherbergja. Staðan var áfram markalaus í síðari hálfleik, Hákon Arnar kom inn á þegar 79 mínútur voru liðnar og hjálpaði FCK að halda út. Lokatölur 0-0 og Danmerkurmeistararnir komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. There's nothing like that #UCLfeeling, eh @FCKobenhavn? pic.twitter.com/XJOqfYUF4C— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) August 25, 2022 Eftir leik var eðlilega fagnað ágætlega enda nokkur ár síðan liðið komst alla leið í riðlakeppni í Meistaradeild Evrópu. Að fagnaðarlátunum loknum þurfti hins vegar að taka til í klefanum. Þar hjálpuðu Hákon Arnar og Ísak Bergmann til en birt var mynd af þeim félögum að sjá til þess að klefinn væri sem smekklegastur. „Vel uppaldir drengir,“ segir í færslu FC Kaupmannahafnar á Twitter og eru foreldrar drengjanna tveggja eflaust mjög sammála um það. Well raised boys #fcklive pic.twitter.com/iPziSfAEIv— F.C. København (@FCKobenhavn) August 24, 2022 Dregið verður í riðla Meistaradeildar Evrópu klukkan 16.00 í dag. Sjá má dráttinn beint á Vísi.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íslendingalið FCK áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Dönsku meistararnir í FC Kaupmannahöfn verða í pottinum á morgun þegar dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagðan 2-1 sigur á tyrkneska liðinu Trabzonspor í umspili um laust sæti í riðlakeppninni. 24. ágúst 2022 21:15 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Sjá meira
Íslendingalið FCK áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Dönsku meistararnir í FC Kaupmannahöfn verða í pottinum á morgun þegar dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagðan 2-1 sigur á tyrkneska liðinu Trabzonspor í umspili um laust sæti í riðlakeppninni. 24. ágúst 2022 21:15