Tilkynning um pláss á leikskóla dregin til baka skömmu síðar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 11:39 Langþreyttir foreldrar í ráðhúsinu á mótmælum fyrir skömmu. vísir/vilhelm Fjölmargir foreldrar héldu að löng bið eftir leikskólaplássi hafi tekið enda í gær er þau fengu tilkynningu frá Ævintýraborgum í Nauthólsvík um að tekið verði á móti börnum viðtakenda í byrjun september. Svo reyndist ekki vera og var tilkynningin leiðrétt skömmu síðar en tölvupóstur hafði verið sendur á „töluvert stærri hóp en hann átti að fara á,“ eins og það var orðað af skólastjóra. Margir verða því að bíða eitthvað lengur en skólastjóri Ævintýraborgar segir öll af vilja gerð og foreldrar séu flestallir jákvæðir. „Kæru foreldrar og forráðafólk. Ótrúlega gaman að senda ykkur þennan póst.“ Svona hefst tölvupóstur frá Birnu Bjarkardóttur, skólastjóra á Ævintýraborg við Nauthólsveg, sem kveðst ætla að taka inn börnin á leikskólann í byrjun september. Eins og greint hefur verið frá er stefnt á að opna Ævintýraborg við Nauthólsveg í september og er það eitt helsta úrræði borgarinnar sem kynnt var á blaðamannafundi í ráðhúsinu eftir kröftug mótmæli langþreytta foreldra. „Því miður áttu þau mannlegu mistök sér stað að ég, Birna Bjarkardóttir skólastjóri á Ævintýraborg sendi út póst á töluvert stærri hóp en hann átti að fara á. […] Þó vissulega sé gott að allir foreldrar sem hafa sótt um vistun við skólann fyrir börn sín hafi fengið upplýsingar um að við séum á fullu að undirbúa og opna skólann þá átti þessi tiltekni póstur aðeins að fara á foreldra/forráðamenn þeirra barna sem nú þegar hafa fengið boð um vistun við skólann. Ég harma það að hafa valdið misskilningi.“ Þannig hljómar síðari póstur sem barst frá skólastjóranum. Mörgum foreldrum var því snarlega kippt niður á jörðina. Frá framkvæmdum á lóð Ævintýraborga við Nauthólsveg.vísir/egill Stefnt að opnun í byrjun september og starfsfólk jákvætt Birna segir í samtali við fréttastofu að mannleg mistök hafi átt sér stað. Það hafi hins vegar gengið vel að flýta fyrir innritun margra barna og þau horfi björtum augum á framhaldið. „Við erum núna að heyra í foreldrum sem hafa fengið boð um vistun í október og nóvember. Við sjáum fram á að geta flýtt öllum þeim börnum. Núna erum við bara að klára að ráða inn fólk og þess háttar,“ segir Birna. Nú sé lítil aðstaða á Eggertsgötu fyrir 25 börn sem verða flutt yfir á Nauthólsveg. „Við flytjum í byrjun september. Nú er úttekt hjá heilbrigðiseftirlitinu og svo þurfum við nokkra daga til að koma okkur fyrir og á mánudaginn 12. september erum við að taka inn fyrsta holl. Hún segir að öðru leyti öll af vilja gerð og að gott samstarf sé við marga foreldra sem séu allir jákvæðir. „Það skiptir máli að halda uppi jákvæðum fréttum og jákvæðum ummælum ekki bara alltaf að taka það neikvæða. Við starfsfólkið tökum þetta á jákvæðninni og það gera allir foreldrar sem ég tala við,“ segir Birna að lokum. Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segir það lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra Súsanna Ósk Gestsdóttir, deildarstjóri og leikskólakennari er ósátt með það sem hún kallar „innantóm loforð borgarstjórnar“ og segir lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra með því að standa ekki við gefin loforð um leikskólapláss. Hún kallar eftir samráði við leikskólakennara til að finna raunverulegar lausnir á löngum biðlistum í borginni. 23. ágúst 2022 13:37 Nemendur Ævintýraborgar þurfa að láta Öskjuhlíðina duga til að byrja með Öskjuhlíðin verður fyrst um sinn vettvangur útivistar þeirra barna sem innritast í leikskólann Ævintýraborg við Nauthólsveg. Leikskólalóðin mun sitja á hakanum svo klára megi vinni við húsnæðið. 18. ágúst 2022 21:47 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Svo reyndist ekki vera og var tilkynningin leiðrétt skömmu síðar en tölvupóstur hafði verið sendur á „töluvert stærri hóp en hann átti að fara á,“ eins og það var orðað af skólastjóra. Margir verða því að bíða eitthvað lengur en skólastjóri Ævintýraborgar segir öll af vilja gerð og foreldrar séu flestallir jákvæðir. „Kæru foreldrar og forráðafólk. Ótrúlega gaman að senda ykkur þennan póst.“ Svona hefst tölvupóstur frá Birnu Bjarkardóttur, skólastjóra á Ævintýraborg við Nauthólsveg, sem kveðst ætla að taka inn börnin á leikskólann í byrjun september. Eins og greint hefur verið frá er stefnt á að opna Ævintýraborg við Nauthólsveg í september og er það eitt helsta úrræði borgarinnar sem kynnt var á blaðamannafundi í ráðhúsinu eftir kröftug mótmæli langþreytta foreldra. „Því miður áttu þau mannlegu mistök sér stað að ég, Birna Bjarkardóttir skólastjóri á Ævintýraborg sendi út póst á töluvert stærri hóp en hann átti að fara á. […] Þó vissulega sé gott að allir foreldrar sem hafa sótt um vistun við skólann fyrir börn sín hafi fengið upplýsingar um að við séum á fullu að undirbúa og opna skólann þá átti þessi tiltekni póstur aðeins að fara á foreldra/forráðamenn þeirra barna sem nú þegar hafa fengið boð um vistun við skólann. Ég harma það að hafa valdið misskilningi.“ Þannig hljómar síðari póstur sem barst frá skólastjóranum. Mörgum foreldrum var því snarlega kippt niður á jörðina. Frá framkvæmdum á lóð Ævintýraborga við Nauthólsveg.vísir/egill Stefnt að opnun í byrjun september og starfsfólk jákvætt Birna segir í samtali við fréttastofu að mannleg mistök hafi átt sér stað. Það hafi hins vegar gengið vel að flýta fyrir innritun margra barna og þau horfi björtum augum á framhaldið. „Við erum núna að heyra í foreldrum sem hafa fengið boð um vistun í október og nóvember. Við sjáum fram á að geta flýtt öllum þeim börnum. Núna erum við bara að klára að ráða inn fólk og þess háttar,“ segir Birna. Nú sé lítil aðstaða á Eggertsgötu fyrir 25 börn sem verða flutt yfir á Nauthólsveg. „Við flytjum í byrjun september. Nú er úttekt hjá heilbrigðiseftirlitinu og svo þurfum við nokkra daga til að koma okkur fyrir og á mánudaginn 12. september erum við að taka inn fyrsta holl. Hún segir að öðru leyti öll af vilja gerð og að gott samstarf sé við marga foreldra sem séu allir jákvæðir. „Það skiptir máli að halda uppi jákvæðum fréttum og jákvæðum ummælum ekki bara alltaf að taka það neikvæða. Við starfsfólkið tökum þetta á jákvæðninni og það gera allir foreldrar sem ég tala við,“ segir Birna að lokum.
Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segir það lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra Súsanna Ósk Gestsdóttir, deildarstjóri og leikskólakennari er ósátt með það sem hún kallar „innantóm loforð borgarstjórnar“ og segir lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra með því að standa ekki við gefin loforð um leikskólapláss. Hún kallar eftir samráði við leikskólakennara til að finna raunverulegar lausnir á löngum biðlistum í borginni. 23. ágúst 2022 13:37 Nemendur Ævintýraborgar þurfa að láta Öskjuhlíðina duga til að byrja með Öskjuhlíðin verður fyrst um sinn vettvangur útivistar þeirra barna sem innritast í leikskólann Ævintýraborg við Nauthólsveg. Leikskólalóðin mun sitja á hakanum svo klára megi vinni við húsnæðið. 18. ágúst 2022 21:47 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Segir það lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra Súsanna Ósk Gestsdóttir, deildarstjóri og leikskólakennari er ósátt með það sem hún kallar „innantóm loforð borgarstjórnar“ og segir lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra með því að standa ekki við gefin loforð um leikskólapláss. Hún kallar eftir samráði við leikskólakennara til að finna raunverulegar lausnir á löngum biðlistum í borginni. 23. ágúst 2022 13:37
Nemendur Ævintýraborgar þurfa að láta Öskjuhlíðina duga til að byrja með Öskjuhlíðin verður fyrst um sinn vettvangur útivistar þeirra barna sem innritast í leikskólann Ævintýraborg við Nauthólsveg. Leikskólalóðin mun sitja á hakanum svo klára megi vinni við húsnæðið. 18. ágúst 2022 21:47