Tilboð PSG í Berglindi of gott til að hafna Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 09:15 Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki sínu gegn Belgíu á EM í sumar. Getty/Jan Kruger Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur verið seld frá Noregsmeisturum Brann til franska stórveldisins PSG. Brann staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag: „PSG kom með tilboð sem við gátum ekki hafnað. Því miður hefur hún ekki getað spilað eins mikið fyrir okkur og við vildum vegna meiðsla, en við óskum henni velfarnaðar,“ sagði Olli Harder, yfirþjálfari hjá Brann. PSG hefur verið í hópi bestu liða Evrópu undanfarin ár og verið eina liðið sem veitt hefur Lyon keppni í frönsku deildinni. PSG varð Frakklandsmeistari vorið 2021 en endaði í 2. sæti frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð og féll úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar eftir samanlegt 5-3 tap gegn Lyon. Lykke til videre, Berglind!https://t.co/OM2HXbLo1v— SK Brann Kvinner (@skbrannkvinner) August 24, 2022 Berglind kom til Brann frá Hammarby í janúar og skrifaði undir samning sem gilda átti út árið 2023. Eins og Harder benti á spilaði hún ekki mikið fyrir Brann í sumar. Hún var aðeins í byrjunarliðinu í þremur deildarleikjum á tímabilinu. Berglind var aftur á móti aðalframherji Íslands á Evrópumótinu í Englandi í júlí og skoraði eitt mark, í 1-1 jafnteflinu gegn Belgum. Berglind snýr þar með aftur til Frakklands eftir að hafa spilað þar með Le Havre tímabilið 2020-21. Hun hefur einnig leikið á Ítalíu og í Hollandi sem atvinnumaður, en með Breiðabliki, Fylki og ÍBV hér á landi auk þess að spila með Florida State háskólanum í Bandaríkjunum. Berglind er þrítug og á að baki 66 A-landsleiki, og hefur skorað í þeim tólf mörk. Hún er að sjálfsögðu í íslenska landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi og Hollandi 2. og 6. september, í síðustu leikjunum í undankeppni HM þar sem Ísland á möguleika á að vinna sér inn HM-sæti í fyrsta sinn. Franski boltinn Fótbolti Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Sjá meira
Brann staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag: „PSG kom með tilboð sem við gátum ekki hafnað. Því miður hefur hún ekki getað spilað eins mikið fyrir okkur og við vildum vegna meiðsla, en við óskum henni velfarnaðar,“ sagði Olli Harder, yfirþjálfari hjá Brann. PSG hefur verið í hópi bestu liða Evrópu undanfarin ár og verið eina liðið sem veitt hefur Lyon keppni í frönsku deildinni. PSG varð Frakklandsmeistari vorið 2021 en endaði í 2. sæti frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð og féll úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar eftir samanlegt 5-3 tap gegn Lyon. Lykke til videre, Berglind!https://t.co/OM2HXbLo1v— SK Brann Kvinner (@skbrannkvinner) August 24, 2022 Berglind kom til Brann frá Hammarby í janúar og skrifaði undir samning sem gilda átti út árið 2023. Eins og Harder benti á spilaði hún ekki mikið fyrir Brann í sumar. Hún var aðeins í byrjunarliðinu í þremur deildarleikjum á tímabilinu. Berglind var aftur á móti aðalframherji Íslands á Evrópumótinu í Englandi í júlí og skoraði eitt mark, í 1-1 jafnteflinu gegn Belgum. Berglind snýr þar með aftur til Frakklands eftir að hafa spilað þar með Le Havre tímabilið 2020-21. Hun hefur einnig leikið á Ítalíu og í Hollandi sem atvinnumaður, en með Breiðabliki, Fylki og ÍBV hér á landi auk þess að spila með Florida State háskólanum í Bandaríkjunum. Berglind er þrítug og á að baki 66 A-landsleiki, og hefur skorað í þeim tólf mörk. Hún er að sjálfsögðu í íslenska landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi og Hollandi 2. og 6. september, í síðustu leikjunum í undankeppni HM þar sem Ísland á möguleika á að vinna sér inn HM-sæti í fyrsta sinn.
Franski boltinn Fótbolti Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Sjá meira