Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. ágúst 2022 18:49 Dómsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. Fjögur börn hjónanna sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau þökkuðu hlýjar kveðjur og stuðning en óskuðu jafnframt eftir næði til að syrgja og huga að særðum föður sínum. Þá sendi fjölskylda meints geranda Morgunblaðinu líka yfirlýsingu þar sem hún bað um næði og sagðist biðja fyrir manninum sem liggur nú á sjúkrahúsi. Litlar upplýsingar frá lögreglu Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Litlar upplýsingar hafa fengist um rannsókn málsins að öðru leyti en að henni miði vel. Þá hefur Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Margir þegið áfallahjálp Íbúar á Blönduósi hafa margir nýtt sér þá aðstoð sem boðið hefur verið upp á eftir voðaverkin. Tugir hafa nýtt sér áfallahjálp Rauða krossins á staðnum og bæna- og samverustundir hafa verið í kirkjum á svæðinu. Tugir hafa líka nýtt sér Hjálparsímann 1717. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum Skotveiðifélagið Markviss sem er á staðnum hafði lýst yfir áhyggjum af andlegri líðan árásarmannsins í aðdraganda árásarinnar. Þá hafði verið unnið að því að afturkalla skotvopnaleyfi hans. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir mál sem þessi gríðarlega viðkvæm en verið sé að vinna að nýrri löggjöf varðandi geðheilbrigðismál og m.a. mál þar sem fólk hefur sýnt ógnandi hegðun án þess að hafa brotið af sér áður. „Þetta er fámennur hópur og þarna erum við að ræða um gríðarlega viðkvæm mál þegar kemur að frelsissviptingu fólks sem hefur ekkert brotið af sér og hefur enga sakamálasögu. Sú vinna og endurskoðun er öll í gangi. Það er í undirbúningi löggjöf hjá félagsmálaráðherra sem að þessu snýr.“ segir Jón. Willum Þór Þórsson segir gríðarlega mikilvægt að vanda vel til verka. „Dómsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneyti vinna saman að þessum málaflokki. Þetta eru viðkvæm mál en kalla á aukna samvinnu á milli þeirra aðila sem þjónusta þessa hópa,“ segir Willum. Manndráp á Blönduósi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lögreglan Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fjölskylda Brynjars Þórs: „Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir“ Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, sem grunaður er um að hafa skotið konu til bana og sært eiginmann hennar alvarlega á Blönduósi liðna helgi, segist í yfirlýsingu óska eftir virðingu og skilningi á einkalífi sínu og Brynjars. 23. ágúst 2022 13:26 „Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Fjögur börn hjónanna sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau þökkuðu hlýjar kveðjur og stuðning en óskuðu jafnframt eftir næði til að syrgja og huga að særðum föður sínum. Þá sendi fjölskylda meints geranda Morgunblaðinu líka yfirlýsingu þar sem hún bað um næði og sagðist biðja fyrir manninum sem liggur nú á sjúkrahúsi. Litlar upplýsingar frá lögreglu Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Litlar upplýsingar hafa fengist um rannsókn málsins að öðru leyti en að henni miði vel. Þá hefur Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Margir þegið áfallahjálp Íbúar á Blönduósi hafa margir nýtt sér þá aðstoð sem boðið hefur verið upp á eftir voðaverkin. Tugir hafa nýtt sér áfallahjálp Rauða krossins á staðnum og bæna- og samverustundir hafa verið í kirkjum á svæðinu. Tugir hafa líka nýtt sér Hjálparsímann 1717. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum Skotveiðifélagið Markviss sem er á staðnum hafði lýst yfir áhyggjum af andlegri líðan árásarmannsins í aðdraganda árásarinnar. Þá hafði verið unnið að því að afturkalla skotvopnaleyfi hans. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir mál sem þessi gríðarlega viðkvæm en verið sé að vinna að nýrri löggjöf varðandi geðheilbrigðismál og m.a. mál þar sem fólk hefur sýnt ógnandi hegðun án þess að hafa brotið af sér áður. „Þetta er fámennur hópur og þarna erum við að ræða um gríðarlega viðkvæm mál þegar kemur að frelsissviptingu fólks sem hefur ekkert brotið af sér og hefur enga sakamálasögu. Sú vinna og endurskoðun er öll í gangi. Það er í undirbúningi löggjöf hjá félagsmálaráðherra sem að þessu snýr.“ segir Jón. Willum Þór Þórsson segir gríðarlega mikilvægt að vanda vel til verka. „Dómsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneyti vinna saman að þessum málaflokki. Þetta eru viðkvæm mál en kalla á aukna samvinnu á milli þeirra aðila sem þjónusta þessa hópa,“ segir Willum.
Manndráp á Blönduósi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lögreglan Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fjölskylda Brynjars Þórs: „Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir“ Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, sem grunaður er um að hafa skotið konu til bana og sært eiginmann hennar alvarlega á Blönduósi liðna helgi, segist í yfirlýsingu óska eftir virðingu og skilningi á einkalífi sínu og Brynjars. 23. ágúst 2022 13:26 „Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Fjölskylda Brynjars Þórs: „Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir“ Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, sem grunaður er um að hafa skotið konu til bana og sært eiginmann hennar alvarlega á Blönduósi liðna helgi, segist í yfirlýsingu óska eftir virðingu og skilningi á einkalífi sínu og Brynjars. 23. ágúst 2022 13:26
„Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24