Erlent

NASA deildi ó­­hugnan­legri hljóð­­upp­­­töku af svart­holi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Skjáskot úr myndbandinu sem NASA deildi en þar má sjá mynd af svartholi með radarlínu sem snýst á meðan upptakan spilast.
Skjáskot úr myndbandinu sem NASA deildi en þar má sjá mynd af svartholi með radarlínu sem snýst á meðan upptakan spilast. NASA

NASA deildi síðastliðinn sunnudag hljóðupptöku af svartholi úr miðju Perseusar-stjörnuþokuklasanum sem er meira en tvö hundruð milljón ljósár frá jörðinni.

Hljóðupptakan kemur frá Chandra skoðunarstöð NASA og birtist fyrst í maí

Geimferðastofnunin hefur lýst hljóðunum sem þrýstingsbylgjum sem svartholið gefur frá sér vegna mikils magns gass í stjörnuþokuklasanum. 

Bylgjurnar eru 57 áttundum undir mið-C sem þýðir að vísindamenn þurftu að hækka tíðni þeirra katrilljónfalt (eða sem nemur margföldun á tíu í 24. veldi) til að eyru manna gætu numið bylgjurnar.

NASA dreifðu hljóðupptökuna svo á Twitter núna um helgina og hefur hún vakið mikla athygli fólks enda er hljóðið býsna óhugnanlegt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×