Leiknir vann 4-3 sigur á KR í átjándu umferð Bestu deildarinnar í gær þar sem fyrirliðar liðanna tveggja voru bræðurnir Arnór Sveinn og Bjarki Aðalsteinssynir.
Undir lok fyrri hálfleiks komu tvö mörk með fimm mínútna millibili sem fjölmiðlar skráðu bæði sem sjálfsmark á þá bræður.
Í fyrra markinu reyndi Bjarki að bjarga á marklínunni en boltinn fór af honum og inn. Í seinna markinu var fékk Arnór Sveinn boltann í sig eftir að markvörður hans hafði varið skot Zean Peetz Dalügge.

Jóhann Ingi Jónsson dómari leiksins skráði þó aðeins sjálfsmark á Bjarka en ekki á Arnór Svein. Í raun ætti það að vera öfugt ef bara annar þeirra ætti að fá skráð á sig sjálfsmark. Rangur bróðir fékk skráð á sig sjálfsmark.
Skot KR-ingsins Stefáns Árna Geirssonar er á leið á markið þegar Bjarki reynir að bjarga á marklínunni og það lítur út fyrir að boltinn sé kominn yfir marklínuna þegar Bjarki sparkar honum í sjálfan sig.
Það er dómarans að meta það hvort skotið hafi verið komið yfir marklínuna þegar Bjarki sparkar boltanum í sjálfan sig. Mögulega sjálfsmark en líklegast bara mark hjá Stefáns Árna.
Það er hins vegar rangt að skrá ekki sjálfsmark á Arnór Svein bróður hans fimm mínútum síðar.
Beitir Ólafsson, markvörður KR, er þá búinn að verja skot Zean Peetz Dalügge en boltinn er á leið frá markinu þegar hann fer í Arnór og yfir línuna.
Í stað þess að skrá þarna sjálfsmark þá gefur dómarinn Zean Peetz Dalügge markið.
Hér fyrir neðan má sjá þessi tvö mörk af Leiknisvellinum í gær.