Rangur bróðir fékk skráð á sig sjálfsmark Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2022 11:01 Bjarki Aðalsteinsson var að reyna að bjarga marki á marklínunni. Var boltinn kominn inn? Ekki að mati dómara leiksins. Vísir/Hulda Margrét Um tíma leit út fyrir að bræður hefðu skorað sjálfsmark fyrir sitt hvort liðið í sama leiknum í Bestu deild karla í gær. Þegar betur var að gáð þá ætti það ekki að vera þannig. Leiknir vann 4-3 sigur á KR í átjándu umferð Bestu deildarinnar í gær þar sem fyrirliðar liðanna tveggja voru bræðurnir Arnór Sveinn og Bjarki Aðalsteinssynir. Undir lok fyrri hálfleiks komu tvö mörk með fimm mínútna millibili sem fjölmiðlar skráðu bæði sem sjálfsmark á þá bræður. Í fyrra markinu reyndi Bjarki að bjarga á marklínunni en boltinn fór af honum og inn. Í seinna markinu var fékk Arnór Sveinn boltann í sig eftir að markvörður hans hafði varið skot Zean Peetz Dalügge. Svona gekk dómari leiksins frá leiksskýrslunni eftir leik Leiknis og KR í gær. Mörkin sem um ræðir voru skoruð á 42. og 45+2. mínútu leiksins.ksi.is Jóhann Ingi Jónsson dómari leiksins skráði þó aðeins sjálfsmark á Bjarka en ekki á Arnór Svein. Í raun ætti það að vera öfugt ef bara annar þeirra ætti að fá skráð á sig sjálfsmark. Rangur bróðir fékk skráð á sig sjálfsmark. Skot KR-ingsins Stefáns Árna Geirssonar er á leið á markið þegar Bjarki reynir að bjarga á marklínunni og það lítur út fyrir að boltinn sé kominn yfir marklínuna þegar Bjarki sparkar honum í sjálfan sig. Það er dómarans að meta það hvort skotið hafi verið komið yfir marklínuna þegar Bjarki sparkar boltanum í sjálfan sig. Mögulega sjálfsmark en líklegast bara mark hjá Stefáns Árna. Það er hins vegar rangt að skrá ekki sjálfsmark á Arnór Svein bróður hans fimm mínútum síðar. Beitir Ólafsson, markvörður KR, er þá búinn að verja skot Zean Peetz Dalügge en boltinn er á leið frá markinu þegar hann fer í Arnór og yfir línuna. Í stað þess að skrá þarna sjálfsmark þá gefur dómarinn Zean Peetz Dalügge markið. Hér fyrir neðan má sjá þessi tvö mörk af Leiknisvellinum í gær. Klippa: Sjálfsmark eða ekki sjálfsmark: Bjarki Aðalsteinsson, Leikni á móti KR Klippa: Sjálfsmark eða ekki sjálfsmark: Arnór Sveinn Aðalsteinsson, KR á móti Leikni Besta deild karla KR Leiknir Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
Leiknir vann 4-3 sigur á KR í átjándu umferð Bestu deildarinnar í gær þar sem fyrirliðar liðanna tveggja voru bræðurnir Arnór Sveinn og Bjarki Aðalsteinssynir. Undir lok fyrri hálfleiks komu tvö mörk með fimm mínútna millibili sem fjölmiðlar skráðu bæði sem sjálfsmark á þá bræður. Í fyrra markinu reyndi Bjarki að bjarga á marklínunni en boltinn fór af honum og inn. Í seinna markinu var fékk Arnór Sveinn boltann í sig eftir að markvörður hans hafði varið skot Zean Peetz Dalügge. Svona gekk dómari leiksins frá leiksskýrslunni eftir leik Leiknis og KR í gær. Mörkin sem um ræðir voru skoruð á 42. og 45+2. mínútu leiksins.ksi.is Jóhann Ingi Jónsson dómari leiksins skráði þó aðeins sjálfsmark á Bjarka en ekki á Arnór Svein. Í raun ætti það að vera öfugt ef bara annar þeirra ætti að fá skráð á sig sjálfsmark. Rangur bróðir fékk skráð á sig sjálfsmark. Skot KR-ingsins Stefáns Árna Geirssonar er á leið á markið þegar Bjarki reynir að bjarga á marklínunni og það lítur út fyrir að boltinn sé kominn yfir marklínuna þegar Bjarki sparkar honum í sjálfan sig. Það er dómarans að meta það hvort skotið hafi verið komið yfir marklínuna þegar Bjarki sparkar boltanum í sjálfan sig. Mögulega sjálfsmark en líklegast bara mark hjá Stefáns Árna. Það er hins vegar rangt að skrá ekki sjálfsmark á Arnór Svein bróður hans fimm mínútum síðar. Beitir Ólafsson, markvörður KR, er þá búinn að verja skot Zean Peetz Dalügge en boltinn er á leið frá markinu þegar hann fer í Arnór og yfir línuna. Í stað þess að skrá þarna sjálfsmark þá gefur dómarinn Zean Peetz Dalügge markið. Hér fyrir neðan má sjá þessi tvö mörk af Leiknisvellinum í gær. Klippa: Sjálfsmark eða ekki sjálfsmark: Bjarki Aðalsteinsson, Leikni á móti KR Klippa: Sjálfsmark eða ekki sjálfsmark: Arnór Sveinn Aðalsteinsson, KR á móti Leikni
Besta deild karla KR Leiknir Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti