Koulibaly heldur áfram að safna rauðum spjöldum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. ágúst 2022 16:45 Koulibaly vissi upp á sig sökina og missir af næsta leik Chelsea. EPA-EFE/ANDREW YATES Kalidou Koulibaly, miðvörður Chelsea, nældi sér í tvö gul spjöld og þar með rautt er Chelsea steinlá gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Leikmaðurinn er duglegur að safna spjöldum og má ætla að hann næli í fleiri rauð í treyju Chelsea á komandi misserum. Koulibaly er harður í horn að taka og hafði verið orðaður við stórlið í ensku úrvalsdeildinni í dágóðan tíma áður en Chelsea festi loks kaup á honum í sumar. Þessi 31 árs gamli varnarmaður á það hins vegar til að láta senda sig í sturtu og það tók hann aðeins þrjá leiki með Chelsea að næla í sinn fyrsta reisupassa. Staðan var orðin 3-0 Leeds í vil er Koulibaly fékk sitt annað gula spjald og því þurfti Chelsea að klára leikinn manni færri. Bæði spjöld hans voru í klaufalegri kantinum sem og þeim grófari miðað við að hann var aðeins að stöðva skyndisókn. Ef til vill vissu þeir sem völdin fara á Brúnni þetta er leikmaðurinn var sóttur til Napoli en hann hefur verið duglegur að safna rauðum spjöldum þar. Reisupassinn sem hann fékk gegn Leeds var sá sjötti sem Koulibaly fær síðan haustið 2017. Enginn leikmaður í stærstu fimm deildum Evrópu hefur fengið fleiri rauð spjöld á þeim tíma. 6 - Since the start of the 2017-18 season, Kalidou Koulibaly has been sent off six times in Serie A and the Premier League combined - the most of any player in the big-five European leagues in this time. Dismissed. pic.twitter.com/ZTnXN0qJyN— OptaJoe (@OptaJoe) August 21, 2022 Thomas Tuchel þarf nú að gera breytingar í varnarlínu sinni en lið hans hefur fengið fimm mörk á sig í síðustu tveimur leikjum, eitthvað sem er ekki boðlegt að mati Tuchel. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Þjóðverjinn bregst við en Chelsea hefur aðeins unnið einn af fyrstu þremur leikjum sínum á leiktíðinni. Takk og bless.Robbie Jay Barratt/Getty Images Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Sjá meira
Koulibaly er harður í horn að taka og hafði verið orðaður við stórlið í ensku úrvalsdeildinni í dágóðan tíma áður en Chelsea festi loks kaup á honum í sumar. Þessi 31 árs gamli varnarmaður á það hins vegar til að láta senda sig í sturtu og það tók hann aðeins þrjá leiki með Chelsea að næla í sinn fyrsta reisupassa. Staðan var orðin 3-0 Leeds í vil er Koulibaly fékk sitt annað gula spjald og því þurfti Chelsea að klára leikinn manni færri. Bæði spjöld hans voru í klaufalegri kantinum sem og þeim grófari miðað við að hann var aðeins að stöðva skyndisókn. Ef til vill vissu þeir sem völdin fara á Brúnni þetta er leikmaðurinn var sóttur til Napoli en hann hefur verið duglegur að safna rauðum spjöldum þar. Reisupassinn sem hann fékk gegn Leeds var sá sjötti sem Koulibaly fær síðan haustið 2017. Enginn leikmaður í stærstu fimm deildum Evrópu hefur fengið fleiri rauð spjöld á þeim tíma. 6 - Since the start of the 2017-18 season, Kalidou Koulibaly has been sent off six times in Serie A and the Premier League combined - the most of any player in the big-five European leagues in this time. Dismissed. pic.twitter.com/ZTnXN0qJyN— OptaJoe (@OptaJoe) August 21, 2022 Thomas Tuchel þarf nú að gera breytingar í varnarlínu sinni en lið hans hefur fengið fimm mörk á sig í síðustu tveimur leikjum, eitthvað sem er ekki boðlegt að mati Tuchel. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Þjóðverjinn bregst við en Chelsea hefur aðeins unnið einn af fyrstu þremur leikjum sínum á leiktíðinni. Takk og bless.Robbie Jay Barratt/Getty Images
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Sjá meira