Innlent

„Það eru aug­ljós­lega ein­hver kafla­skil“

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Náttúruvársérfræðingur segir augljóslega einhver kaflaskil í virkni gossins.
Náttúruvársérfræðingur segir augljóslega einhver kaflaskil í virkni gossins. Vísir/Vilhelm

Getgátur um goslok hafa verið á sveimi síðan í gærdag en þá sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur gosinu mögulega lokið, hann þyrfti þó að fá staðfestingu á því. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar þorir ekki að fullyrða að gosinu sé lokið í samtali við fréttastofu í morgun.

Þorvaldur sagðist vilja sjá gígana og athuga hvort einhver kvika sé enn til staðar til þess að hann geti staðfest að gosi sé lokið en eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands sagði í gær hegðun gossins gefa goslok til kynna.

„Óróinn er allaveganna dottinn niður en við sáum samt á vefmyndavélunum að það er nú alveg einhver glóð þarna og kom smá upp úr gígnum í gær þannig þetta svona gutlar svolítið í þessu ennþá. Hvað gerist í framhaldinu, veit ekki. Þannig að þetta er allaveganna einhverskonar pása í þessu en hvort því sé alveg lokið ég þori ekki að fullyrða um það,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir náttúruvársérfræðingur í samtali við fréttastofu í morgun.

Dregið hafi úr gosóróanum enn frekar síðan í gær og bendi það til þess að það séu goslok að nálgast, „það eru augljóslega einhver kaflaskil. Hvort það taki sig svo upp aftur, skjálftavirknin byrji eða það fari að gjósa á nýjum stað, það verður bara að koma í ljós“ segir Sigríður. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.