Innlent

Kanna hvort komið sé að gos­lokum

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Ætli komið sé að goslokum?
Ætli komið sé að goslokum? Vísir/Vilhelm

Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Ísland sendi frá sér færslu fyrr í dag þar sem kemur fram að dregið hafi jafnt og þétt úr virkni í gígnum í Meradölum og óróa á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segist ekki geta fullyrt að komið sé að goslokum.

Aðspurð hvort það sé komið að goslokum segist Sigríður Magnea Óskarsdóttir náttúruvársérfræðingur ekki treysta sér „til þess að fullyrða það að goslok væru komin, alls ekki.“ Hún segir kraftinn ekki jafn mikinn og hann var áður en það sé enn einhver virkni á svæðinu.

„Það þyrfti að fljúga yfir svæðið og fleira“ til þess að geta fullyrt um goslok að sögn Sigríðar.

Hún segir möguleika á því að óróinn taki sig upp aftur líkt og í fyrra „en það er allaveganna ekkert útlit fyrir það eins og staðan er núna,“ segir Sigríður.

Í færslu náttúruvárhópsins sem sjá má hér að neðan segir, „Þannig að líklega er þessi hæga slökknun að gefa til kynna goslok. Hópur frá okkur er á gosstöðvunum og við fáum væntanlega staðfestingu á þessu seinna í dag.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×