Aðspurð hvort það sé komið að goslokum segist Sigríður Magnea Óskarsdóttir náttúruvársérfræðingur ekki treysta sér „til þess að fullyrða það að goslok væru komin, alls ekki.“ Hún segir kraftinn ekki jafn mikinn og hann var áður en það sé enn einhver virkni á svæðinu.
„Það þyrfti að fljúga yfir svæðið og fleira“ til þess að geta fullyrt um goslok að sögn Sigríðar.
Hún segir möguleika á því að óróinn taki sig upp aftur líkt og í fyrra „en það er allaveganna ekkert útlit fyrir það eins og staðan er núna,“ segir Sigríður.
Í færslu náttúruvárhópsins sem sjá má hér að neðan segir, „Þannig að líklega er þessi hæga slökknun að gefa til kynna goslok. Hópur frá okkur er á gosstöðvunum og við fáum væntanlega staðfestingu á þessu seinna í dag.“