Innlent

„Hugsanlegt að við séum að nálgast goslokin“

Ellen Geirsdóttir Håkansson og Snorri Másson skrifa

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir gosinu mögulega lokið, eldgosatímabilinu sé þó ekki að ljúka og Fagradalsfjallseldum ekki heldur.

„Svona upp úr hádegi, um eitt leytið þá hvarf sýnileg virkni úr gígnum þannig kvikustrókarnir sáust ekki, sáust ekki neinar slettur komast upp úr og óróinn er nánast enginn þannig það er hugsanlegt að við séum að svona nálgast goslokin,“ segir Þorvaldur.

Hann segir ferlið sem sjáist núna frábrugðið því sem sást í eldgosinu í fyrra og það að virknin sé smátt og smátt að dvína segi að „gosið sé kannski komið að lokum.“

Þorvaldur segist halda að gosinu sé nánast lokið, sé því ekki lokið nú þegar en það verði staðfest af hóp uppi á gosstöðvum seinnipartinn í dag. Eldgosatímabilinu sé þó ekki lokið þó þessu tiltekna gosi sé mögulega lokið.

„Við fáum þá sem sagt uppbygginguna aftur eins og við höfum séð hana á undan gosunum 2021 og 2022. Sennilega fer skjálftavirknin aftur af stað og smátt og smátt vaxandi“ kvikan streymi í geymsluhólf búi sig svo undir það að koma upp á yfirborðið einhvers staðar annars staðar segir Þorvaldur.

Hann segist vilja sjá gígana og athuga hvort einhver kvika sé enn til staðar til þess að hann geti staðfest að gosi sé lokið.


Tengdar fréttir

Kanna hvort komið sé að gos­lokum

Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Ísland sendi frá sér færslu fyrr í dag þar sem kemur fram að dregið hafi jafnt og þétt úr virkni í gígnum í Meradölum og óróa á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segist ekki geta fullyrt að komið sé að goslokum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.