Félög í ensku úrvalsdeildinni eytt meiru í einum glugga en nokkru sinni fyrr Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2022 11:30 Darwin Nunez er dýrasti leikmaður félagsskiptagluggans til þessa. Nick Taylor/Liverpool FC/Liverpool FC via Getty Images Með kaupum föstudagsins bættu félög í ensku úrvalsdeildinni met yfir eyðslu í einum félagsskiptaglugga. Þá voru tólf dagar eftir af glugganum og líklegt að meira bætist við. Rannsóknarblaðamaðurinn Nick Harris, sem sérhæfir sig í fjármálum fótboltaheimsins tók saman lista yfir eyðslu félaganna á föstudag. Hann bendir á að alls hafi félög í deildinni eytt 1,465 milljörðum punda í leikmannakaup í sumar. Það jafngildir meira en 243 milljörðum íslenskra króna. Þetta er þrátt fyrir að Leicester City hafi ekki eitt einni krónu í félagsskipti í sumar og því aðeins 19 lið í deildinni sem koma að tölunni. Þá eru ekki tiltalin tilvonandi kaup Manchester United á Brasilíumönnunum Casemiro og Antony sem eru taldir kosta samtals um 140 milljónir punda. Chelsea er efst á lista yfir eyðslu í sumar en félagið hefur keypt leikmenn fyrir 179 milljónir punda. Chelsea hefur einnig eytt mestu umfram sölur, 161 milljón. Nýliðar Nottingham Forest hafa farið mikinn og eftir kaupin á Morgan Gibbs-White frá Wolves fyrir yfir 40 milljónir í vikunni er eyðsla liðsins orðin 142 milljónir, og 137 umfram sölur. Premier League clubs have today (Friday) broken the record for one summer's transfer spending, with 12 days of this window remaining. The £1.465bn so far beats the £1.43bn from 2017. Seven of the 20 clubs have spent £100m+ each, led by Chelsea & Forest. pic.twitter.com/AJyq1Y4KmM— Nick Harris (@sportingintel) August 19, 2022 Alls hafa sjö lið; West Ham, Arsenal, Tottenham, Wolves og Manchester City, auk ofan nefndu félaganna tveggja, borgað umfram 100 milljónir í sumar. Manchester United mun þá bætast við þann lista þegar það gengur frá kaupum á fyrrnefndum Brasilíumönnum síðar í sumar. Manchester City sker sig þó úr frá öðrum stórum liðum þar sem félagið hefur selt fyrir töluvert meira en það hefur keypt. Það er eina liðið sem hefur selt fyrir meira en 100 milljónir, alls 168 milljónir punda, og hefur það því skilað rúmlega 63 milljóna punda hagnaði þegar litið er til kaupa og sala. Allan listann má sjá í tístinu að ofan. Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Rannsóknarblaðamaðurinn Nick Harris, sem sérhæfir sig í fjármálum fótboltaheimsins tók saman lista yfir eyðslu félaganna á föstudag. Hann bendir á að alls hafi félög í deildinni eytt 1,465 milljörðum punda í leikmannakaup í sumar. Það jafngildir meira en 243 milljörðum íslenskra króna. Þetta er þrátt fyrir að Leicester City hafi ekki eitt einni krónu í félagsskipti í sumar og því aðeins 19 lið í deildinni sem koma að tölunni. Þá eru ekki tiltalin tilvonandi kaup Manchester United á Brasilíumönnunum Casemiro og Antony sem eru taldir kosta samtals um 140 milljónir punda. Chelsea er efst á lista yfir eyðslu í sumar en félagið hefur keypt leikmenn fyrir 179 milljónir punda. Chelsea hefur einnig eytt mestu umfram sölur, 161 milljón. Nýliðar Nottingham Forest hafa farið mikinn og eftir kaupin á Morgan Gibbs-White frá Wolves fyrir yfir 40 milljónir í vikunni er eyðsla liðsins orðin 142 milljónir, og 137 umfram sölur. Premier League clubs have today (Friday) broken the record for one summer's transfer spending, with 12 days of this window remaining. The £1.465bn so far beats the £1.43bn from 2017. Seven of the 20 clubs have spent £100m+ each, led by Chelsea & Forest. pic.twitter.com/AJyq1Y4KmM— Nick Harris (@sportingintel) August 19, 2022 Alls hafa sjö lið; West Ham, Arsenal, Tottenham, Wolves og Manchester City, auk ofan nefndu félaganna tveggja, borgað umfram 100 milljónir í sumar. Manchester United mun þá bætast við þann lista þegar það gengur frá kaupum á fyrrnefndum Brasilíumönnum síðar í sumar. Manchester City sker sig þó úr frá öðrum stórum liðum þar sem félagið hefur selt fyrir töluvert meira en það hefur keypt. Það er eina liðið sem hefur selt fyrir meira en 100 milljónir, alls 168 milljónir punda, og hefur það því skilað rúmlega 63 milljóna punda hagnaði þegar litið er til kaupa og sala. Allan listann má sjá í tístinu að ofan.
Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira