Fylgist með þessum í vetur: Fáir leikmenn í heiminum sem eru betri að færa framherjum matinn sinn 19. ágúst 2022 14:01 Leggið nafnið á minnið. Marco Canoniero/Getty Images Serie A, ítalska úrvalsdeildin í fótbolta, er farin á fleygiferð. Hér að neðan má finna þrjá leikmenn sem hlaðvarpið Punktur og basta telur að allt áhugafólk um ítalskan fótbolta ætti að fylgjast sérstaklega vel með í vetur. Filip Kostic (Juventus - 29 ára - Serbi) Filip Kostic er mættur til Juventus.EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Leikmaður sem mun stíga upp í fjarveru Di Maria. Það að það eru fáir leikmenn í heiminum sem eru betri að færa framherjum matinn sinn en Filip Kostic en hann var einmitt helsta ástæðan af hverju Frankfurt vann Evrópudeildina í vor. Það er í raun ótrúlegt að hann sé ekki búinn að fara frá Frankfurt fyrr því hann hefur átt heiðurinn í að selja Sebastian Haller, Andre Silva og Luka Jovic, allt leikmenn sem fengu fráhvörf og þurftu að læra upp á nýtt að reima á sig markaskóna eftir að hafa yfirgefið vin sinn Kostic fyrir stærri félög. Nú loksins er tími Kostic kominn og hann hefur einn helsta hrægamm Evrópufótboltans til að fæða. Ég get nánast bókað það að þetta verði ein skemmtilegasta samvinnan í Seríu A á þessu tímabili. Masterstroke hjá Juventus, verði þeim að góðu! Nicolas Gonzalez (Fiorentina - 24 ára - Argentínumaður) Nicolas Gonzalez mun að öllum líkindum raða inn mörkum á komandi mánuðum.EPA-EFE/CLAUDIO GIOVANNINI Á pappír er kannski fátt sem stingur augað en inn á vellinum er hann líklega einn skemmtilegasti spilari deildarinnar. Horfðu á einn leik með Fiorentina og þú munt sjá það. Nico getur spilað bæði á vinstri og hægri kanti í 4-3-3 en honum gæti ekki verið meira sama hvar honum er komið fyrir. Hann hafði verið besti leikmaður Stuttgart tímabilið áður en hann var keyptur og við komuna til Flórens small hann eins og flís við rass í leikkerfi ítalans með þjóðernisástar nafnið Vincenzo Italiano. Hann er þessi týpa af leikmanni sem á tvo til þrjá heimsklassa augnablik í hverjum leik, er alltaf að og ávallt hættulegur en hann þarf að bæta fleiri mörkum við sinn leik til þess að blöðin fari að rita nafn hans og orða hann við stærstu lið Evrópu. Pierre Kalulu (AC Milan - 22 ára - Frakki) Pierre Kalulu ætti að vera í stóru hlutverki hjá AC Milan í vetur.EPA-EFE/ROBERTO BREGANI Varnarmaður sem er alls ekki hár í loftinu en lætur það sig ekki fá. Var klárlega ein óvæntasta saga síðasta tímabils. Kalulu kom inn í vörn AC Milan á tímapunkti í fyrra þegar liðið var í mikilli miðvarðakrísu og án leiðtogans Simon Kjær. Þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður liðsins og ekki með neina reynslu spilaði Kalulu eins og hann ætti 100 leiki á bakinu með þeim rauðu og svörtu og var þeirra besti varnarmaður þeirra undir lok tímabilsins þar sem liðið fékk bara á sig 9 mörk í 19 leikjum og landaði dollunni. Punktur og basta er íslenskt hlaðvarp sem fjallar eingöngu um ítalska boltann. Þætti hlaðvarpsins má nálgast á tal.is/punktur-basta. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Tvær íslenskar frumraunir í opnunarumferð þar sem Maradona Kákasusfjallanna stal senunni Ítalska A deildin fór af stað um síðastliðna helgi og voru úrslit þar nokkuð eftir bókinni. Ekki er þar með sagt að dramatíkina hafi skort, því boltinn var víða að skila sér í markið í uppbótatíma. Hinar svokölluðu systurnar sjö – toppliðin AC Milan, Internazionale, Juventus, Napoli, Roma, Lazio og Fiorentina unnu öll sigra og hálfsystirin Atalanta sömuleiðis. 19. ágúst 2022 09:01 Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Sjá meira
Filip Kostic (Juventus - 29 ára - Serbi) Filip Kostic er mættur til Juventus.EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Leikmaður sem mun stíga upp í fjarveru Di Maria. Það að það eru fáir leikmenn í heiminum sem eru betri að færa framherjum matinn sinn en Filip Kostic en hann var einmitt helsta ástæðan af hverju Frankfurt vann Evrópudeildina í vor. Það er í raun ótrúlegt að hann sé ekki búinn að fara frá Frankfurt fyrr því hann hefur átt heiðurinn í að selja Sebastian Haller, Andre Silva og Luka Jovic, allt leikmenn sem fengu fráhvörf og þurftu að læra upp á nýtt að reima á sig markaskóna eftir að hafa yfirgefið vin sinn Kostic fyrir stærri félög. Nú loksins er tími Kostic kominn og hann hefur einn helsta hrægamm Evrópufótboltans til að fæða. Ég get nánast bókað það að þetta verði ein skemmtilegasta samvinnan í Seríu A á þessu tímabili. Masterstroke hjá Juventus, verði þeim að góðu! Nicolas Gonzalez (Fiorentina - 24 ára - Argentínumaður) Nicolas Gonzalez mun að öllum líkindum raða inn mörkum á komandi mánuðum.EPA-EFE/CLAUDIO GIOVANNINI Á pappír er kannski fátt sem stingur augað en inn á vellinum er hann líklega einn skemmtilegasti spilari deildarinnar. Horfðu á einn leik með Fiorentina og þú munt sjá það. Nico getur spilað bæði á vinstri og hægri kanti í 4-3-3 en honum gæti ekki verið meira sama hvar honum er komið fyrir. Hann hafði verið besti leikmaður Stuttgart tímabilið áður en hann var keyptur og við komuna til Flórens small hann eins og flís við rass í leikkerfi ítalans með þjóðernisástar nafnið Vincenzo Italiano. Hann er þessi týpa af leikmanni sem á tvo til þrjá heimsklassa augnablik í hverjum leik, er alltaf að og ávallt hættulegur en hann þarf að bæta fleiri mörkum við sinn leik til þess að blöðin fari að rita nafn hans og orða hann við stærstu lið Evrópu. Pierre Kalulu (AC Milan - 22 ára - Frakki) Pierre Kalulu ætti að vera í stóru hlutverki hjá AC Milan í vetur.EPA-EFE/ROBERTO BREGANI Varnarmaður sem er alls ekki hár í loftinu en lætur það sig ekki fá. Var klárlega ein óvæntasta saga síðasta tímabils. Kalulu kom inn í vörn AC Milan á tímapunkti í fyrra þegar liðið var í mikilli miðvarðakrísu og án leiðtogans Simon Kjær. Þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður liðsins og ekki með neina reynslu spilaði Kalulu eins og hann ætti 100 leiki á bakinu með þeim rauðu og svörtu og var þeirra besti varnarmaður þeirra undir lok tímabilsins þar sem liðið fékk bara á sig 9 mörk í 19 leikjum og landaði dollunni. Punktur og basta er íslenskt hlaðvarp sem fjallar eingöngu um ítalska boltann. Þætti hlaðvarpsins má nálgast á tal.is/punktur-basta. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Tvær íslenskar frumraunir í opnunarumferð þar sem Maradona Kákasusfjallanna stal senunni Ítalska A deildin fór af stað um síðastliðna helgi og voru úrslit þar nokkuð eftir bókinni. Ekki er þar með sagt að dramatíkina hafi skort, því boltinn var víða að skila sér í markið í uppbótatíma. Hinar svokölluðu systurnar sjö – toppliðin AC Milan, Internazionale, Juventus, Napoli, Roma, Lazio og Fiorentina unnu öll sigra og hálfsystirin Atalanta sömuleiðis. 19. ágúst 2022 09:01 Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Sjá meira
Tvær íslenskar frumraunir í opnunarumferð þar sem Maradona Kákasusfjallanna stal senunni Ítalska A deildin fór af stað um síðastliðna helgi og voru úrslit þar nokkuð eftir bókinni. Ekki er þar með sagt að dramatíkina hafi skort, því boltinn var víða að skila sér í markið í uppbótatíma. Hinar svokölluðu systurnar sjö – toppliðin AC Milan, Internazionale, Juventus, Napoli, Roma, Lazio og Fiorentina unnu öll sigra og hálfsystirin Atalanta sömuleiðis. 19. ágúst 2022 09:01