Erlent

Á­rásir gerðar á hverfis­verslanir og bensín­stöðvar í Taí­landi

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Bensínstöð eftir íkveikju á Taílandi.
Bensínstöð eftir íkveikju á Taílandi. ASSOCIATED PRESS

Sjö eru slasaðir eftir samanlagt sautján sprengingar og íkveikjur víðsvegar um sunnanvert Taíland í dag en árásirnar eru sagðar virðast samstilltar.

Samkvæmt umfjöllun CNN var árásunum beint að hverfisverslunum og bensínstöðvum í þremur héröðum. Af þeim sjö sem slösuðust sé enginn illa særður.

Í suður Taílandi, við landamæri Malasíu hafi ólga vegna sjálfstæðisbaráttu múslima verið í marga áratugi en meira en 7,300 manns hafi dáið vegna átakanna síðan 2004. Ítrekað hafi verið reynt að stilla til friðar á svæðinu frá 2013 en það hafi gengið illa.

Enn hafi enginn tekið ábyrgð á árásunum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.