Erlent

Dæmd í 34 ára fangelsi fyrir að tísta

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Salma al-Shehab var handtekin þegar hún heimsótti heimaland sitt.
Salma al-Shehab var handtekin þegar hún heimsótti heimaland sitt. Democracy Now

Salma al-Shehab, 34 ára doktorsnemi við Leeds háskóla í Englandi og móðir tveggja ungra barna, hefur verið dæmd í 34 ára fangelsi í Sádi Arabíu fyrir að eiga Twitter aðgang og fylgja og birta tíst frá mótmælendum og aðgerðasinnum.

Réttað var yfir al-Shehab þegar hún ferðaðist heim frá Englandi í frí, fyrir sérstökum hryðjuverkadómstól. Hún var upphaflega dæmd í sex ára fangelsi fyrir að nota vefsíðu til að grafa undan þjóðaröryggi en áfrýjunardómstóll þyngdi refsinguna í 34 ár.

Lítið bendir til þess að stjórnvöldum í Sádi Arabíu hafi staðið mikil ógn af al-Shehab, sem er með um 2.600 fylgjendur á Twitter og 160 á Instagram. Þó er um að ræða þyngsta fangelsisdóminn yfir aðgerðasinna í sögu Sádi Arabíu.

Dómurinn hefur verið harðlega gagnrýndur og kallað er eftir því að Joe Biden Bandaríkjaforseti, sem heimsótti Sádi Arabíu á dögunum, fordæmi hann og beiti sér fyrir því að al-Shehab fái að snúa aftur til fjölskyldu sinnar á Englandi.

Umfjöllun Guardian.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×