Rússar segja stórar sprengingar á Krímskaga skemmdarverk Samúel Karl Ólason skrifar 16. ágúst 2022 11:17 Þessi mynd er af sprengingunum á Saky-herflugvellinum á Krímskaga í síðustu viku. AP/UGC Stærðarinnar sprengingar urðu á Krímskaga í morgun þar sem skotfæra- og vopnageymsla rússneska hersins sprakk í loft upp. Rússar segja að tímabundin vopnageymsla sem reist var á sveitabæ í Dzhankoi-héraði hafi sprungið vegna skemmdarverks. Rússneski ríkismiðillinn RIA segir engan hafa sakað í sprengingunum. Þá hefur miðillinn eftir starfsmönnum varnarmálaráðuneytis Rússa að skemmdir hafi orðið á rafmagnslínum, orkuveri, íbúðarhúsum og lestarteinum Rúmlega tvö þúsund manns hafa verið flutt af svæðinu. Myndbönd af sprengingunum hafa verið í dreifingu á netinu í morgun. And that's quite a big bang. There was obviously a significant amount of ammunition stored at this dump... pic.twitter.com/68MtdJs3Un— Jimmy (@JimmySecUK) August 16, 2022 Vika er síðan nokkrar sprengingar urðu á flugstöð rússneska hersins á Krímskaga. Rússneskir embættismenn hafa þvertekið fyrir að það hafi verið árás og segja sprengingarnar ekki hafa skemmt neitt og að engan hafi sakað. Sjá einnig: Átta herflugvélar virðast hafa skemmst í sprengingum á herstöð á Krímskaga Eins og frægt er, þá réðust Rússar inn í Krímskaga og innlimuðu hann af Úkraínu árið 2014. Úkraínumenn hafa á undanförnum vikum sótt rólega fram gegn Rússum í Kherson, eftir að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, skipaði hernum að frelsa héraðið undan Rússum. Forsetinn hefur einnig sagt að Krímskagi verði sömuleiðis frelsaður. Úkraínumenn hafa verið að nota eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og Bretlandi, sem kallast HIMARS, til að gera árásir á birgðastöðvar, stjórnstöðvar og brýr í Kherson til að gera Rússum erfiðarar um vik með að flytja birgðir og liðsauka á svæðið. Enn sem komið er hefur gagnárás Úkraínumanna í Kherson þó ekki náð miklum árangri. Það sama má segja um sóknir Rússa á Donbas-svæðinu. Þær hafa náð takmörkuðum árangri á undanförnum vikum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Frelsun Krímskaga forsenda stríðsloka, segir Selenskí Stríðið í Úkraínu hófst með innlimun Krímskaga og mun aðeins enda með frelsun hans, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Selenskí segir Krímskaga tilheyra Úkraínu og að Úkraínumenn muni aldrei gefa hann eftir. 10. ágúst 2022 07:50 Medvedev segir Nató dreifa sér eins og krabbamein Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að hvorki Úkraínumenn né bandamenn þeirra myndu ganga til viðræðna við Rússa ef þeir efndu til atkvæðagreiðsla um innlimun á hernumdum svæðum. Rússar hafa náð stórum svæðum á sitt vald í austur- og suðurhluta Úkraínu, þar sem leppstjórnir þeirra hafa ítrekað boðað íbúakosningu um sameiningu við Rússland. 8. ágúst 2022 12:19 Segir árásina stórskaðlega og krefst aðgangs að svæðinu Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir loftárásina sem gerð var á kjarnorkuver í Zaporizhzhia vera stórskaðlega og kallar eftir því að alþjóðlegir rannsakendur fái aðgang að kjarnorkuverinu. Úkraínumenn og Rússar saka hvorir aðra um að hafa staðið að loftárásinni á kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. 8. ágúst 2022 10:25 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Rússneski ríkismiðillinn RIA segir engan hafa sakað í sprengingunum. Þá hefur miðillinn eftir starfsmönnum varnarmálaráðuneytis Rússa að skemmdir hafi orðið á rafmagnslínum, orkuveri, íbúðarhúsum og lestarteinum Rúmlega tvö þúsund manns hafa verið flutt af svæðinu. Myndbönd af sprengingunum hafa verið í dreifingu á netinu í morgun. And that's quite a big bang. There was obviously a significant amount of ammunition stored at this dump... pic.twitter.com/68MtdJs3Un— Jimmy (@JimmySecUK) August 16, 2022 Vika er síðan nokkrar sprengingar urðu á flugstöð rússneska hersins á Krímskaga. Rússneskir embættismenn hafa þvertekið fyrir að það hafi verið árás og segja sprengingarnar ekki hafa skemmt neitt og að engan hafi sakað. Sjá einnig: Átta herflugvélar virðast hafa skemmst í sprengingum á herstöð á Krímskaga Eins og frægt er, þá réðust Rússar inn í Krímskaga og innlimuðu hann af Úkraínu árið 2014. Úkraínumenn hafa á undanförnum vikum sótt rólega fram gegn Rússum í Kherson, eftir að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, skipaði hernum að frelsa héraðið undan Rússum. Forsetinn hefur einnig sagt að Krímskagi verði sömuleiðis frelsaður. Úkraínumenn hafa verið að nota eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og Bretlandi, sem kallast HIMARS, til að gera árásir á birgðastöðvar, stjórnstöðvar og brýr í Kherson til að gera Rússum erfiðarar um vik með að flytja birgðir og liðsauka á svæðið. Enn sem komið er hefur gagnárás Úkraínumanna í Kherson þó ekki náð miklum árangri. Það sama má segja um sóknir Rússa á Donbas-svæðinu. Þær hafa náð takmörkuðum árangri á undanförnum vikum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Frelsun Krímskaga forsenda stríðsloka, segir Selenskí Stríðið í Úkraínu hófst með innlimun Krímskaga og mun aðeins enda með frelsun hans, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Selenskí segir Krímskaga tilheyra Úkraínu og að Úkraínumenn muni aldrei gefa hann eftir. 10. ágúst 2022 07:50 Medvedev segir Nató dreifa sér eins og krabbamein Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að hvorki Úkraínumenn né bandamenn þeirra myndu ganga til viðræðna við Rússa ef þeir efndu til atkvæðagreiðsla um innlimun á hernumdum svæðum. Rússar hafa náð stórum svæðum á sitt vald í austur- og suðurhluta Úkraínu, þar sem leppstjórnir þeirra hafa ítrekað boðað íbúakosningu um sameiningu við Rússland. 8. ágúst 2022 12:19 Segir árásina stórskaðlega og krefst aðgangs að svæðinu Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir loftárásina sem gerð var á kjarnorkuver í Zaporizhzhia vera stórskaðlega og kallar eftir því að alþjóðlegir rannsakendur fái aðgang að kjarnorkuverinu. Úkraínumenn og Rússar saka hvorir aðra um að hafa staðið að loftárásinni á kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. 8. ágúst 2022 10:25 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Frelsun Krímskaga forsenda stríðsloka, segir Selenskí Stríðið í Úkraínu hófst með innlimun Krímskaga og mun aðeins enda með frelsun hans, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Selenskí segir Krímskaga tilheyra Úkraínu og að Úkraínumenn muni aldrei gefa hann eftir. 10. ágúst 2022 07:50
Medvedev segir Nató dreifa sér eins og krabbamein Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að hvorki Úkraínumenn né bandamenn þeirra myndu ganga til viðræðna við Rússa ef þeir efndu til atkvæðagreiðsla um innlimun á hernumdum svæðum. Rússar hafa náð stórum svæðum á sitt vald í austur- og suðurhluta Úkraínu, þar sem leppstjórnir þeirra hafa ítrekað boðað íbúakosningu um sameiningu við Rússland. 8. ágúst 2022 12:19
Segir árásina stórskaðlega og krefst aðgangs að svæðinu Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir loftárásina sem gerð var á kjarnorkuver í Zaporizhzhia vera stórskaðlega og kallar eftir því að alþjóðlegir rannsakendur fái aðgang að kjarnorkuverinu. Úkraínumenn og Rússar saka hvorir aðra um að hafa staðið að loftárásinni á kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. 8. ágúst 2022 10:25