Segjast hafa ráðist á höfuðstöðvar Wagner-hópsins Árni Sæberg skrifar 15. ágúst 2022 22:14 Serhiy Haidai er héraðsstjóri í Luhansk. Efrem Lukatsky/AP Úkraínumenn segjast hafa gert stórskotaliðsárás á höfuðstöðvar Wagner-hópsins, hóps rússneskra málaliða, í austurhluta Úkraínu. Héraðsstjóri Luhansk segir Úkraínumenn hafa komist á snoðir um staðsetningu hópsins eftir að rússneskur fréttamaður birti mynd af nokkrum meðlimum hans. Wagner-hópurinn er umdeildur hópur málaliða sem starfa fyrir rússnesku fyrirtækin Wagner Group og Wagner PMC. Fyrirtækin voru stofnuð af Dmitry Utkin, fyrrverandi sérsveitarmanni innan leyniþjónustu rússneska hersins GRU og eru sögð hafa mikil tengsl við ríkisstjórn Pútíns. Hópurinn tók þátt í hernaðaraðgerðum Rússa á Krímskaga árið 2014 og hefur komið að innrás Rússa í Úkraínu í ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið. Serghiy Haidai, héraðsstjóri í Lukansk, greinir frá því á samfélagsmiðlinum Telegram að Úkraínumenn hafi sprengt höfuðstöðvar hópsins í Luhansk. Rússar hafa farið með öll völd í Luhansk síðan síðustu Úkraínsku hermennirnir yfirgáfu borgirnar Sieveródonetsk og Lýsitsjansk í júní. „Í þetta skiptið grandaði vel heppnuð árás höfuðstöðvum Wagner PMC í Popasna í gær,“ sagði Haidai og bætti við að ekkert væri enn vitað um tölu látinna. Götuskilti kom upp um hópinn Haidai segir enn fremur að árásin sé rússneska fréttamanninum Sergei Sreda að þakka. Sreda birti á dögunum mynd af nokkrum málaliðum Wagner-hópsins á Telegram en hefur eytt henni síðan þá. Á myndinni, sem sjá má í tísti úkraínska miðilsins Euromaiden hér að neðan, sést götuskilti í efra vinstra horninu. Á því má sjá staðsetningu hópsins í Popasna, sem er rétt suður af Sieveródonetsk. Russian Telegram channels report on attack of Armed Forces of Ukraine on headquarters of PMC Wagner in occupied Popasna, Luhansk OblastRussian military reporter Sergei Sreda published the photo of location exposing address. https://t.co/YweNRUDOQv Radio Svoboda pic.twitter.com/zjzjxfAZ0p— Euromaidan Press (@EuromaidanPress) August 14, 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Hermenn og málaliðar frá Rússlandi eru sagðir hafa tekið hundruð manna af lífi í bænum Moura í Malí í mars. Hermennirnir voru að elta vígamenn sem hafa verið umsvifamiklir á svæðinu um árabil. 31. maí 2022 23:10 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Wagner-hópurinn er umdeildur hópur málaliða sem starfa fyrir rússnesku fyrirtækin Wagner Group og Wagner PMC. Fyrirtækin voru stofnuð af Dmitry Utkin, fyrrverandi sérsveitarmanni innan leyniþjónustu rússneska hersins GRU og eru sögð hafa mikil tengsl við ríkisstjórn Pútíns. Hópurinn tók þátt í hernaðaraðgerðum Rússa á Krímskaga árið 2014 og hefur komið að innrás Rússa í Úkraínu í ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið. Serghiy Haidai, héraðsstjóri í Lukansk, greinir frá því á samfélagsmiðlinum Telegram að Úkraínumenn hafi sprengt höfuðstöðvar hópsins í Luhansk. Rússar hafa farið með öll völd í Luhansk síðan síðustu Úkraínsku hermennirnir yfirgáfu borgirnar Sieveródonetsk og Lýsitsjansk í júní. „Í þetta skiptið grandaði vel heppnuð árás höfuðstöðvum Wagner PMC í Popasna í gær,“ sagði Haidai og bætti við að ekkert væri enn vitað um tölu látinna. Götuskilti kom upp um hópinn Haidai segir enn fremur að árásin sé rússneska fréttamanninum Sergei Sreda að þakka. Sreda birti á dögunum mynd af nokkrum málaliðum Wagner-hópsins á Telegram en hefur eytt henni síðan þá. Á myndinni, sem sjá má í tísti úkraínska miðilsins Euromaiden hér að neðan, sést götuskilti í efra vinstra horninu. Á því má sjá staðsetningu hópsins í Popasna, sem er rétt suður af Sieveródonetsk. Russian Telegram channels report on attack of Armed Forces of Ukraine on headquarters of PMC Wagner in occupied Popasna, Luhansk OblastRussian military reporter Sergei Sreda published the photo of location exposing address. https://t.co/YweNRUDOQv Radio Svoboda pic.twitter.com/zjzjxfAZ0p— Euromaidan Press (@EuromaidanPress) August 14, 2022
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Hermenn og málaliðar frá Rússlandi eru sagðir hafa tekið hundruð manna af lífi í bænum Moura í Malí í mars. Hermennirnir voru að elta vígamenn sem hafa verið umsvifamiklir á svæðinu um árabil. 31. maí 2022 23:10 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Hermenn og málaliðar frá Rússlandi eru sagðir hafa tekið hundruð manna af lífi í bænum Moura í Malí í mars. Hermennirnir voru að elta vígamenn sem hafa verið umsvifamiklir á svæðinu um árabil. 31. maí 2022 23:10