Segjast hafa ráðist á höfuðstöðvar Wagner-hópsins Árni Sæberg skrifar 15. ágúst 2022 22:14 Serhiy Haidai er héraðsstjóri í Luhansk. Efrem Lukatsky/AP Úkraínumenn segjast hafa gert stórskotaliðsárás á höfuðstöðvar Wagner-hópsins, hóps rússneskra málaliða, í austurhluta Úkraínu. Héraðsstjóri Luhansk segir Úkraínumenn hafa komist á snoðir um staðsetningu hópsins eftir að rússneskur fréttamaður birti mynd af nokkrum meðlimum hans. Wagner-hópurinn er umdeildur hópur málaliða sem starfa fyrir rússnesku fyrirtækin Wagner Group og Wagner PMC. Fyrirtækin voru stofnuð af Dmitry Utkin, fyrrverandi sérsveitarmanni innan leyniþjónustu rússneska hersins GRU og eru sögð hafa mikil tengsl við ríkisstjórn Pútíns. Hópurinn tók þátt í hernaðaraðgerðum Rússa á Krímskaga árið 2014 og hefur komið að innrás Rússa í Úkraínu í ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið. Serghiy Haidai, héraðsstjóri í Lukansk, greinir frá því á samfélagsmiðlinum Telegram að Úkraínumenn hafi sprengt höfuðstöðvar hópsins í Luhansk. Rússar hafa farið með öll völd í Luhansk síðan síðustu Úkraínsku hermennirnir yfirgáfu borgirnar Sieveródonetsk og Lýsitsjansk í júní. „Í þetta skiptið grandaði vel heppnuð árás höfuðstöðvum Wagner PMC í Popasna í gær,“ sagði Haidai og bætti við að ekkert væri enn vitað um tölu látinna. Götuskilti kom upp um hópinn Haidai segir enn fremur að árásin sé rússneska fréttamanninum Sergei Sreda að þakka. Sreda birti á dögunum mynd af nokkrum málaliðum Wagner-hópsins á Telegram en hefur eytt henni síðan þá. Á myndinni, sem sjá má í tísti úkraínska miðilsins Euromaiden hér að neðan, sést götuskilti í efra vinstra horninu. Á því má sjá staðsetningu hópsins í Popasna, sem er rétt suður af Sieveródonetsk. Russian Telegram channels report on attack of Armed Forces of Ukraine on headquarters of PMC Wagner in occupied Popasna, Luhansk OblastRussian military reporter Sergei Sreda published the photo of location exposing address. https://t.co/YweNRUDOQv Radio Svoboda pic.twitter.com/zjzjxfAZ0p— Euromaidan Press (@EuromaidanPress) August 14, 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Hermenn og málaliðar frá Rússlandi eru sagðir hafa tekið hundruð manna af lífi í bænum Moura í Malí í mars. Hermennirnir voru að elta vígamenn sem hafa verið umsvifamiklir á svæðinu um árabil. 31. maí 2022 23:10 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Wagner-hópurinn er umdeildur hópur málaliða sem starfa fyrir rússnesku fyrirtækin Wagner Group og Wagner PMC. Fyrirtækin voru stofnuð af Dmitry Utkin, fyrrverandi sérsveitarmanni innan leyniþjónustu rússneska hersins GRU og eru sögð hafa mikil tengsl við ríkisstjórn Pútíns. Hópurinn tók þátt í hernaðaraðgerðum Rússa á Krímskaga árið 2014 og hefur komið að innrás Rússa í Úkraínu í ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið. Serghiy Haidai, héraðsstjóri í Lukansk, greinir frá því á samfélagsmiðlinum Telegram að Úkraínumenn hafi sprengt höfuðstöðvar hópsins í Luhansk. Rússar hafa farið með öll völd í Luhansk síðan síðustu Úkraínsku hermennirnir yfirgáfu borgirnar Sieveródonetsk og Lýsitsjansk í júní. „Í þetta skiptið grandaði vel heppnuð árás höfuðstöðvum Wagner PMC í Popasna í gær,“ sagði Haidai og bætti við að ekkert væri enn vitað um tölu látinna. Götuskilti kom upp um hópinn Haidai segir enn fremur að árásin sé rússneska fréttamanninum Sergei Sreda að þakka. Sreda birti á dögunum mynd af nokkrum málaliðum Wagner-hópsins á Telegram en hefur eytt henni síðan þá. Á myndinni, sem sjá má í tísti úkraínska miðilsins Euromaiden hér að neðan, sést götuskilti í efra vinstra horninu. Á því má sjá staðsetningu hópsins í Popasna, sem er rétt suður af Sieveródonetsk. Russian Telegram channels report on attack of Armed Forces of Ukraine on headquarters of PMC Wagner in occupied Popasna, Luhansk OblastRussian military reporter Sergei Sreda published the photo of location exposing address. https://t.co/YweNRUDOQv Radio Svoboda pic.twitter.com/zjzjxfAZ0p— Euromaidan Press (@EuromaidanPress) August 14, 2022
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Hermenn og málaliðar frá Rússlandi eru sagðir hafa tekið hundruð manna af lífi í bænum Moura í Malí í mars. Hermennirnir voru að elta vígamenn sem hafa verið umsvifamiklir á svæðinu um árabil. 31. maí 2022 23:10 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Hermenn og málaliðar frá Rússlandi eru sagðir hafa tekið hundruð manna af lífi í bænum Moura í Malí í mars. Hermennirnir voru að elta vígamenn sem hafa verið umsvifamiklir á svæðinu um árabil. 31. maí 2022 23:10