Fótbolti

Afleitt gengi Víkingsbananna heima fyrir heldur áfram

Hjörvar Ólafsson skrifar
Daníel Leó Grétarsson var á sínum stað í vörn Slask Wroclaw.
Daníel Leó Grétarsson var á sínum stað í vörn Slask Wroclaw. Vísir/Getty

Slask Wroclaw bar sigurorð af Lech Poznan með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við í pólsku efstu deildinni í fótbolta karla í kvöld. 

Daníel Leó Grétarsson spilaði allan leikinn í miðri vörn Slask Wroclaw sem hefur nú átta stig eftir fimm umferðir sem skilar liðinu í sjöunda sæti deildarinnar. 

Lech Poznan, sem sló Víking úr leik í þriðju umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í vikunni, hefur hins vegar eitt stig eftir fyrstu fjóra leiki sína. 

Daníel Leó hefur spilað allar mínúturnar sem af er í deildinni fyrir lið sitt og skorað í þeim leikjum eitt k mark. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.