Fótbolti

Arnór með sitt annað mark í endurkomunni

Hjörvar Ólafsson skrifar
Arnór Sigurðsson skoraði sitt annað mark síðan hann gekk til liðs við Norrköping á nýjan leik. 
Arnór Sigurðsson skoraði sitt annað mark síðan hann gekk til liðs við Norrköping á nýjan leik.  Vísir/Getty

Arnór Sigurðsson skoraði mark Norrköping þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Elfsborg í sænsku efstu deildinni í fótbolta karla í dag. 

Arnór skoraði markið framhjá Hákoni Rafni Valdimarssyni sem stóð á milli stanganna í marki Elfsborgar. Skagamaðurinn hefur skorað tvö mörk í fjórum leikjum síðan hann kom aftur í herbúðir fyrr í sumar. 

Þetta var þriðji deildarleikur Hákons Rafns fyrir liðið á yfirstandandi leiktíð. Sveinn Aron Guðjohnsen hóf leikinn í framlínu Elfsborgar en var tekinn af velli í upphafi síðari hálfleiks. 

Ari Freyr Skúlason lék lungann úr leiknum inni á miðsvæðinu hjá Norrköping en hann var áminntur með gulu spjaldi. 

Elfsboborg hefur 23 stig eftir 18 leiki og situr í 10. sæti deildarinnar en Norrköping er sæti neðar með þremur stigum minna. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.