Fótbolti

Góð byrjun Galtier hjá PSG - Neymar á skotskónum

Hjörvar Ólafsson skrifar
Neymar skoraði með fallegum flugskalla. 
Neymar skoraði með fallegum flugskalla.  Vísir/Getty

Paris Saint-Germain fer vel af stað undir stjórn Christophe Galtier en liðið vann sannfærandi 5-2 sigur þegar liðið fékk Montpellier í heimsókn á Parc des Princes í annarri umferð frönsku efstu deildarinnar í kvöld. 

Kylian Mbappe brenndi af vítaspyrnu um miðjan fyrri hálfleik en sjálfsmark kom Parísarliðinu á bragðið. Paris Saint-German fékk svo annað víti undir lok fyrri hálfleiks. Að þessu sinni fór Neymar á punktinn og skilaði boltanum í netið. 

Neymar skoraði svo sitt annað mark í leiknum með skalla í upphafi síðari hálfleiks. Mbappe bætti fyrir vítaklúðrið þegar hann bætti fjórða marki heimamanna við á 69. mínútu leiksins. 

Renato Sanches lauk svo flugeldasýningu Paris Saint-Germain með marki sínu undir lok leiksins þegar hann var tiltörulega nýkominn inná sem varamaður. Paris Saint-Germain er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.