Erik ten Hag: „Spiluðum á barnalegan hátt" Hjörvar Ólafsson skrifar 13. ágúst 2022 20:51 Erik ten Hag fer vægast sagt illa af stað í stjóratíð sinni hjá Manchester United. Vísir/Getty Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að ekki væri hægt að skella skuldinni á tapi liðsins gegn Brentford í dag á taktískt upplegg sitt í leiknum. „Það var barnalegt hvernig við spiluðum í dag. Við verðum að spila á beinskeyttari hátt til þess að snúa genginu við. Uppleggið var að lokka þá í pressu og spila svo löngum boltum í opin svæði. Okkur tókst að fá þá framarlega á völlinn og það var mikið svæði til þess að spila í. Við náðum hins vegar ekki að nýta okkur og spilamennskan var ekki í þeim gæðaflokki sem við viljum ná fram," sagði Erik ten Hag í samtali við Skysports eftir leikinn. Hollenski knattspyrnustjórinn gerði þrjár breytingar á liði sínu í hálfleik en Manchester United var 4-0 undir þegar liðin gengu til búningsherbergja sinna. „Ég gerði þrjár breytingar en ég hefði getað skipt öllum leikmönnum liðsins af velli. Þeir sem voru teknir af velli spiluðu ekkert verr en aðrir. Við vildum bara fá ferska orku inn á völlinn í seinni hálfleik. Við vorum með skýrt leikplan í þessum leik en það fór strax í vaskinn. Þetta tap hafði ekkert með taktískt upplegg mitt að gera. Þetta hefur bara með betri ákvarðanartöku og gæði í sendingum að gera. Leikmenn fylgdu leiðbeiningum mínum og spiluðu eins og ég vildi gera en við gerðum bara of mörg mistök. Fyrstu tvö mörkin til dæmis komu eftir einstaklingsmistök. Fótbolti er leikur mistaka og við verðum bara að vinna í að fækka þeim í næstu leikjum," sagði Erik ten Hag. Þurfum að bæta við gæðaleikmönnum „Liðið verður að axla ábyrgð. Ég bað þá um að spila með sjálfstrausti og sýna ábyrgð í verki. Það gerðu þeir ekki en ábyrgðin á mínum herðum er líka rík. Ég finn til með stuðningsmönnum liðsins eftir þessi úrslit,“ sagði Hollendingurinn. „Við þurfum að bæta við leikmönnum í hæsta gæðaflokki til þess að bæta liðið. Við erum að vinna í þeim hlutum og við munum gera sem í okkar valdi stendur til þess að sannfæra þá leikmenn sem við höfum áhuga um að ganga til liðs við félagið," sagði hann enn fremur. Manchester United hefur verið orðað við Frenkie de Jong í allt sumar en hann virðist ekki vera að færast nær Old Trafford. Í vikunni var svo greint frá því að tilboði Manchester United í Marko Arnautovic hafi verið verið hafnað af Bologna. Betur gengur hins vegar í samningaviðræðum forráðamanna Manchester United við kollega þeirra hjá Juventus um kaup á Adrien Rabiot. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Sjá meira
„Það var barnalegt hvernig við spiluðum í dag. Við verðum að spila á beinskeyttari hátt til þess að snúa genginu við. Uppleggið var að lokka þá í pressu og spila svo löngum boltum í opin svæði. Okkur tókst að fá þá framarlega á völlinn og það var mikið svæði til þess að spila í. Við náðum hins vegar ekki að nýta okkur og spilamennskan var ekki í þeim gæðaflokki sem við viljum ná fram," sagði Erik ten Hag í samtali við Skysports eftir leikinn. Hollenski knattspyrnustjórinn gerði þrjár breytingar á liði sínu í hálfleik en Manchester United var 4-0 undir þegar liðin gengu til búningsherbergja sinna. „Ég gerði þrjár breytingar en ég hefði getað skipt öllum leikmönnum liðsins af velli. Þeir sem voru teknir af velli spiluðu ekkert verr en aðrir. Við vildum bara fá ferska orku inn á völlinn í seinni hálfleik. Við vorum með skýrt leikplan í þessum leik en það fór strax í vaskinn. Þetta tap hafði ekkert með taktískt upplegg mitt að gera. Þetta hefur bara með betri ákvarðanartöku og gæði í sendingum að gera. Leikmenn fylgdu leiðbeiningum mínum og spiluðu eins og ég vildi gera en við gerðum bara of mörg mistök. Fyrstu tvö mörkin til dæmis komu eftir einstaklingsmistök. Fótbolti er leikur mistaka og við verðum bara að vinna í að fækka þeim í næstu leikjum," sagði Erik ten Hag. Þurfum að bæta við gæðaleikmönnum „Liðið verður að axla ábyrgð. Ég bað þá um að spila með sjálfstrausti og sýna ábyrgð í verki. Það gerðu þeir ekki en ábyrgðin á mínum herðum er líka rík. Ég finn til með stuðningsmönnum liðsins eftir þessi úrslit,“ sagði Hollendingurinn. „Við þurfum að bæta við leikmönnum í hæsta gæðaflokki til þess að bæta liðið. Við erum að vinna í þeim hlutum og við munum gera sem í okkar valdi stendur til þess að sannfæra þá leikmenn sem við höfum áhuga um að ganga til liðs við félagið," sagði hann enn fremur. Manchester United hefur verið orðað við Frenkie de Jong í allt sumar en hann virðist ekki vera að færast nær Old Trafford. Í vikunni var svo greint frá því að tilboði Manchester United í Marko Arnautovic hafi verið verið hafnað af Bologna. Betur gengur hins vegar í samningaviðræðum forráðamanna Manchester United við kollega þeirra hjá Juventus um kaup á Adrien Rabiot.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Sjá meira