Erik ten Hag: „Spiluðum á barnalegan hátt" Hjörvar Ólafsson skrifar 13. ágúst 2022 20:51 Erik ten Hag fer vægast sagt illa af stað í stjóratíð sinni hjá Manchester United. Vísir/Getty Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að ekki væri hægt að skella skuldinni á tapi liðsins gegn Brentford í dag á taktískt upplegg sitt í leiknum. „Það var barnalegt hvernig við spiluðum í dag. Við verðum að spila á beinskeyttari hátt til þess að snúa genginu við. Uppleggið var að lokka þá í pressu og spila svo löngum boltum í opin svæði. Okkur tókst að fá þá framarlega á völlinn og það var mikið svæði til þess að spila í. Við náðum hins vegar ekki að nýta okkur og spilamennskan var ekki í þeim gæðaflokki sem við viljum ná fram," sagði Erik ten Hag í samtali við Skysports eftir leikinn. Hollenski knattspyrnustjórinn gerði þrjár breytingar á liði sínu í hálfleik en Manchester United var 4-0 undir þegar liðin gengu til búningsherbergja sinna. „Ég gerði þrjár breytingar en ég hefði getað skipt öllum leikmönnum liðsins af velli. Þeir sem voru teknir af velli spiluðu ekkert verr en aðrir. Við vildum bara fá ferska orku inn á völlinn í seinni hálfleik. Við vorum með skýrt leikplan í þessum leik en það fór strax í vaskinn. Þetta tap hafði ekkert með taktískt upplegg mitt að gera. Þetta hefur bara með betri ákvarðanartöku og gæði í sendingum að gera. Leikmenn fylgdu leiðbeiningum mínum og spiluðu eins og ég vildi gera en við gerðum bara of mörg mistök. Fyrstu tvö mörkin til dæmis komu eftir einstaklingsmistök. Fótbolti er leikur mistaka og við verðum bara að vinna í að fækka þeim í næstu leikjum," sagði Erik ten Hag. Þurfum að bæta við gæðaleikmönnum „Liðið verður að axla ábyrgð. Ég bað þá um að spila með sjálfstrausti og sýna ábyrgð í verki. Það gerðu þeir ekki en ábyrgðin á mínum herðum er líka rík. Ég finn til með stuðningsmönnum liðsins eftir þessi úrslit,“ sagði Hollendingurinn. „Við þurfum að bæta við leikmönnum í hæsta gæðaflokki til þess að bæta liðið. Við erum að vinna í þeim hlutum og við munum gera sem í okkar valdi stendur til þess að sannfæra þá leikmenn sem við höfum áhuga um að ganga til liðs við félagið," sagði hann enn fremur. Manchester United hefur verið orðað við Frenkie de Jong í allt sumar en hann virðist ekki vera að færast nær Old Trafford. Í vikunni var svo greint frá því að tilboði Manchester United í Marko Arnautovic hafi verið verið hafnað af Bologna. Betur gengur hins vegar í samningaviðræðum forráðamanna Manchester United við kollega þeirra hjá Juventus um kaup á Adrien Rabiot. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Leik lokið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Fleiri fréttir Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Sjá meira
„Það var barnalegt hvernig við spiluðum í dag. Við verðum að spila á beinskeyttari hátt til þess að snúa genginu við. Uppleggið var að lokka þá í pressu og spila svo löngum boltum í opin svæði. Okkur tókst að fá þá framarlega á völlinn og það var mikið svæði til þess að spila í. Við náðum hins vegar ekki að nýta okkur og spilamennskan var ekki í þeim gæðaflokki sem við viljum ná fram," sagði Erik ten Hag í samtali við Skysports eftir leikinn. Hollenski knattspyrnustjórinn gerði þrjár breytingar á liði sínu í hálfleik en Manchester United var 4-0 undir þegar liðin gengu til búningsherbergja sinna. „Ég gerði þrjár breytingar en ég hefði getað skipt öllum leikmönnum liðsins af velli. Þeir sem voru teknir af velli spiluðu ekkert verr en aðrir. Við vildum bara fá ferska orku inn á völlinn í seinni hálfleik. Við vorum með skýrt leikplan í þessum leik en það fór strax í vaskinn. Þetta tap hafði ekkert með taktískt upplegg mitt að gera. Þetta hefur bara með betri ákvarðanartöku og gæði í sendingum að gera. Leikmenn fylgdu leiðbeiningum mínum og spiluðu eins og ég vildi gera en við gerðum bara of mörg mistök. Fyrstu tvö mörkin til dæmis komu eftir einstaklingsmistök. Fótbolti er leikur mistaka og við verðum bara að vinna í að fækka þeim í næstu leikjum," sagði Erik ten Hag. Þurfum að bæta við gæðaleikmönnum „Liðið verður að axla ábyrgð. Ég bað þá um að spila með sjálfstrausti og sýna ábyrgð í verki. Það gerðu þeir ekki en ábyrgðin á mínum herðum er líka rík. Ég finn til með stuðningsmönnum liðsins eftir þessi úrslit,“ sagði Hollendingurinn. „Við þurfum að bæta við leikmönnum í hæsta gæðaflokki til þess að bæta liðið. Við erum að vinna í þeim hlutum og við munum gera sem í okkar valdi stendur til þess að sannfæra þá leikmenn sem við höfum áhuga um að ganga til liðs við félagið," sagði hann enn fremur. Manchester United hefur verið orðað við Frenkie de Jong í allt sumar en hann virðist ekki vera að færast nær Old Trafford. Í vikunni var svo greint frá því að tilboði Manchester United í Marko Arnautovic hafi verið verið hafnað af Bologna. Betur gengur hins vegar í samningaviðræðum forráðamanna Manchester United við kollega þeirra hjá Juventus um kaup á Adrien Rabiot.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Leik lokið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Fleiri fréttir Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Sjá meira